15.10.2008 | 23:24
Hef ég þennan fjanda af ?
Ég er búin að vera sárlasin og vorkenna mér voðalega mikið. Það verð ég að gera sjálf, því að enginn annar gerir það. Þetta byrjaði á því að ég fann fyrir hæsi og kverkaskít á föstudaginn og fannst það bara skítt þar sem ég átti að syngja á útgáfutónleikum með kórnum mínum, honum KVAK. Þetta var svosem engin nýlunda, en hingað til hef ég í versta falli misst af góðri æfingu þegar svona stendur á. En semsagt, ég fékk hálsbólgu. Tónleikar um kvöldið og það stefndi í að ég fengi ekki færi á að gera mig að fífli. En það slapp til, ég hitaði upp með stelpunum, sem eru rúmlega sextíu á aldrinum 25 - 75 ára, eða þar um bil.
Svo hófust tónleikarnir og úr barka mér komu enn þónokkur hljóð. Ekki fögur, en ekkert svosem verri en vant er. Tónleikagestir skemmtu sér hið besta og allt gekk án áfalla. Okkur tókst vel til með flest og við vorum sjálfar ánægðar. Stjórinn okkar, Jaan Alavera, brosti breitt og stoltið skein úr hverjum andlitsdrætti, enda fyrstu tónleikarnir sem hann stjórnar okkur. En hann gerði það sko ekki einn, því að fráfarandi stjórnandi, Arnór Vilbergsson flaug sunnan úr landi til að vera með og láta kveðja sig með pompi og prakt. Þeir félagarnir skiptust á að stjórna okkur og Arnór var einmitt að veifa framan í okkur skönkunum þegar ég öskraði eins og api og yfirgnæfði fagran flutning söngsystra minna. Ég brosti afsakandi og þagnaði. Tók svo undir með kórnum þegar lagið hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Enginn virtist taka sérstaklega eftir þessu upphlaupi mínu, svo að ég ákvað að öskra aftur. Það virtist ekki angra neinn, svo að ég gerði þetta í þriðja sinn - og fjórða - þegar við vorum klappaðar upp og sungum þetta sama lag. En þá tók ein kórsystir mín og nafna undir og öskraði alveg jafn hátt og skerandi og ég. Við fengum, ásamt auðvitað öllum hinum, gótt lófatak og hneigðum okkur að launum. Það er réttast að ég geti þess að við áttum víst að öskra, því að við vorum að flytja frumskógarlag með viðeigandi effektum", apakattalátum og hljómmiklum flutningi góðrar konu á háa C-inu, sem var reyndar það flottasta við lagið.
En, bíðum nú við, þetta var einhver útúrdúr, ég var að tala um heilsu mína í upphafi færslu.... Jæja, ég var orðin hás um það leiti sem þrjú lög voru eftir. Apaöskrin rétt marði ég og það sem á eftir kom. Svo lauk tónleikunum og flestir gestanna fóru heim. Nokkrir fóru hvergi, heldur skemmtu sér með okkur yfir myndasýningu frá starfi og flakki kórsins. Því næst var étið og drukkið og í lokin hófst söngur off the record". Þá lögðu raddbönd mín endanlega upp laupana og ég fór hvíslandi heim um nóttina. Á laugardagsmorguninn hélt ég áfram að hvísla og það endaði með því að ég gat ekki svarað í síma eða nokkuð það sem krafðist róms yfirleitt. Svo lagðist ég veik í koju, alveg sárlasin og var óvinnufær fram á þriðjudag. Röddin kom hikandi og að hluta til til baka og ég fór galvösk með stóru leikskólabörnin mín í heimsókn á elliheimilið Kjarnalund í gær. Og hvað haldið þið ? Ég þurfti að syngja með krökkunum og tala við hóp gamals fólks. Trúlega hefur enginn heyrt helminginn af því sem ég sagði og söng, en við skemmtum okkur öll vel.
Í morgun ætlaðist ég til þess að ég væri nokkuð hress, en nei, ónei, ég hóstaði eins og vélbyssa og geri enn. En það sem verra var, ég var með svo mikinn hausverk að ég fór í huganum yfir það hvernig orða ætti tilkynninguna og hvað ég vildi helst láta syngja yfir mér dauðri. Ég ákvað að fara í vinnuna og sjá svo til, en eftir tvær sterkar töflur og enn sterkara kaffi létti mér þónokkuð og ég stóð mína plikt án vandræða. En eftir stendur, að ég er enn að hósta og snýta mér og nenni varla að hátta, því að þá magnast bara ósóminn. Best að sauma bara svolítið meira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.10.2008 | 18:24
Thorberg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 21:23
Oj,bjakk
Ég var að horfa á fyndin fjölskyldumyndbönd á Skjá Einum. Nokkur dæmi komu um börn sem æla út um allt og þar á meðal upp í foreldra sína eða aðra. Þá rifjaðist upp fyrir mér atvik frá því yngri dóttir mín var u.þ.b. tveggja ára. Hún var með einhverja lurðu þegar hún háttaði um kvöldið, en sofnaði fljótt. Um nóttina vaknaði hún alveg ómöguleg, svo ég tók hana upp í til mín. Við steinsofnuðum báðar, andlit í andlit á sama koddanum. Allt í einu rumskaði ég við eitthvert gutl og um leið og ég fékk almennilega meðvitund, ældi krakkinn. Spýjan skutlaðist í andlitið á mér, en var svo þykk að hún rann ekki einu sinni. Því varð ég bókstaflega að moka úr auga til að sjá. Ég hentist á fætur og tók stelpuna með mér niður á bað til að þrífa okkur báðar. Mér varð litið í spegil og þar blasti við mér ælukleprað andlit með djúpa holu inn að öðru auganu, restin sat bara föst þar sem hún hafði lent. Ég hló svo mikið að ég gat ekki sinnt hríðskjálfandi barninu. Hún var hálfdauð úr kulda og foxill við mig þegar ég loksins tók á mig rögg og skóf afganginn úr andlitinu. Síðan fórum við saman í heita sturtu og allt féll í ljúfa löð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2008 | 19:17
Dræmt
![]() |
Dræm þátttaka í Göngum til góðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.10.2008 | 16:17
Megum við þá líka eiga klámblöðin þín ???
Hann faðir minn sálugi ( sem hefði orðið 91 árs sl. miðvikudag ) var ekki eins teprulegur og Færeyingar. Þegar hann brá sér eitt sinn bæjarleið með 5 ára gamalt barnabarn sér við hönd, ræddu þeir félagar byssueign afans. Sá stutti spurði afa sinn hver fengi allar byssurnar og veiðistengurnar að honum gengnum. Þið Óli fáið þetta allt saman þegar ég dey", fékk stubburinn að vita. Þeir gengu inn í veiðivöruverslun akkúrat þegar þarna var komið umræðunni og í búðinni glumdi við gleðihlátur" þegar stubburinn spurði næst skærum rómi: Fáum við Óli líka klámblöðin þín þegar þú ert orðinn dauður" ?
![]() |
Hald lagt á klámblöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2008 | 00:04
Ég kann þetta ekki heldur
Til marks um vankunnáttu mína, skrifaði ég eitt sinn bók sem aldrei hefur verið gefin út. Jú, reyndar sendi ég bestuvinkonuminni eintak á nokkrum A4 blöðum og fékk þokkalega dóma fyrir. En hún er nú einu sinni bestavinkonamín.
Ég kann heldur ekkert að yrkja. En mig dreymdi samt um að geta það þegar ég var ung og saklaus. þá vann ég í fiski, en langaði að gera ýmislegt annað:
Ef væri mín tunga og höndin hög ég hætt gæti að vinna í fiski. Ég sæti við kveðskap og semdi lög og sannlega væri ég hvergi rög að ulla'á allt andskotans hyski sem enn væri að vinna í fiski.
Ég vinn ekki í fiski í dag.
![]() |
Guðmundur Andri: Kann ekkert að skrifa bækur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 23:36
Það var og !
Bla, bla, blabla..... við erum öll á sama báti" sagði Geir. Við höfum sko aldeilis ekki verið öll á sama báti hingað til, greifar og kóngar hafa siglt um á glæsifleyjum á meðan almenningur damlaði í kring á hriplekum jullum. Það er núna síðustu dagana sem þessir larfar eru að sýnast með því að reyna að brölta um borð til okkar. Of seint að reyna að fiska smákóðin.
![]() |
Miklir erfiðleikar blasa við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 14:36
Hvað liggur þér helst á hjarta, Jóhannes minn ?
Þetta eru engin smáræðis fjármál fyrst þau leggjast svo þungt á manninn.
![]() |
Eidesgaard lagður á sjúkrahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2008 | 10:04
Best að halda sig heima
Maðurm má ekki bregða sér af bæ eitt augnablik án þess að allt fari í steik. Ég var á Rhodos alla síðustu viku og á meðan lögðust fjármál heimsins banaleguna. Sem betur fer virðist þeim ætla að takast að rísa upp af banabeði. Svo var þó ekki með Newman sáluga, enda karlinn farinn að kröftum og hefur trúlega dáið saddur lífdaga. Á Íslandi brann bátur, bíll tók ranga stefnu og fór annað en ætlað var, ég missti af sjálfboðavinnu hjá kórnum mínum og mín biðu tveir gulir miðar frá bankanum. En nú er ég komin heim og ætla að kippa því í liðinn sem að mér snýr. Aðrir verða að bjarga hinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2008 | 23:33
Í lukkupottinn
Skyldi vinningshafinn koma sjálfur að vitja vinningsins ?
![]() |
Vann ókeypis jarðarför í happdrætti - vinningurinn er ósóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)