8.11.2008 | 10:41
Peninga, hvað ?
Á þessum síðustu og verstu tímum er rétt að rifja upp eitthvað skemmtilegt til að lyfta andanum á örlítið hærra svið.
Bóndi minn hafði fyrir sið þegar dætur okkar voru yngri, að lauma að þeim ýmsum fróðleik í gegnum orðaleiki. Á þennan hátt kenndi hann þeim eitt og annað sem þær hefðu e.t.v. ekki nennt að læra eftir öðrum leiðum. Eftirfarandi dæmi á vel við í þeirri kreppu sem nú stefnir hratt í og enginn sér fyrir endann á. Við upplifum harða tíma og blankheit sem meirihluti ungs fólks hefur aldrei kynnst og kann ekki að bregðast við.
En aftur að heimakennslunni
Eitt af því sem þau feðgin gerðu sér til gamans, var að horfa á veðurfregnir í sjónvarpinu og læra hin margvíslegu hugtök veðurfræðinnar. Þegar yngri dóttirin var u.þ.b. 4 ára, sat hún ásamt föður sínum framan við sjónvarpið og horfði á veðurfregnir. Var tækifærið að sjálfsögðu notað til að yfirheyra þá stuttu. Hún hafði eitt og annað á hreinu í þessu sambandi, en þegar hún var spurð hvað dalalæða væri, kom svarið eldsnöggt og án umhugsunar: PENINGAKÖTTUR.
Mætti ég biðja um svosem eins og eina stóra dalalæðu af þeirri gerðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 16:48
HJÚKK
![]() |
Brjóstasmáum bannað að keyra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.10.2008 | 01:04
Ertu heyrnarlaus eða hvað ?
Ég var að lesa einhvers staðar um heyrnarskerta og þjónustu við þá. Ég hef áður komið því að og geri það nú, að mér þykir það svívirða að ekki skuli vera meiri þjónusta við heyrnarskerta og heyrnarlausa í sjónvarpinu, og þá ekki síst sjónvarpi ALLRA landsmanna. Heyrnarnskertir eru hluti ALLRA landsmanna og þeir borga allmargir afnotagjöld af sjónvarpi og eiga sama rétt og aðrir til að fá þjónustuna sem greitt er fyrir. Þá varðar jafn mikið og okkur hin um það hvað gerist í heiminum og vilja líka fá að fylgjast með innlendu sjónvarpsefni. Þeir hafa áhuga á fleiri hlutum en þeim sem að fötluðum snúa og eiga heimtingu á að fá að vera með í hinu almenna lífi landans. Þegar þessi málefni ber á góma, gæti maður haldið að sumum þætti ekki taka því að sinna þeim sem ekki heyra. Sennilega er það samt ekki skýringin.
Til gamans rifja ég upp annað sem ekki þótti taka því að gera: Þegar bóndi minn fékk fyrsta hjartaáfallið, sagði vinur hans við hann: Vertu svo ekkert að byrja að horfa á neina framhaldsþætti".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 14:48
Fyrir þig, SGÞ
Vinkona mín og frænka, SGÞ, sagði um daginn að gamlar færslur væru leiðinlegar til lengdar, svo nú ætla ég að skemmta konunni með smávegis lesefni. Ég settist eitt sinn niður og skrifaði bók, ef bók skyldi kalla. Hún er enn óútgefin og vera má að hún verði alltaf óútgefin. Nema mér aukist dáð og ég ljúki verkinu....En hér kemur semsagt kafli úr þessari sk. bók:
Í sama húsi og Bóla var, rak Jóhannes verslun. Jóhannes þessi var vinur allra og búðin hans var kölluð Jóhannesarbúð. Þangað fóru krakkarnir í götunni og keyptu sér blöðrutyggjó frá Lindu og ýmislegt fleira. Blöðrutyggjó var sérstaklega hannað til að blása úr því blöðrur. En eitthvað hefur hönnunin farið forgörðum, því að harðara tyggjó var hvergi að fá og blöðrurnar úr því voru seigir hnallar sem storknuðu um leið og þeir komust út fyrir varir tyggjandans. Jóannes seldi algengustu matvörur, dósamat og pakkamat af ýmsu tagi. En Jóhannesarbúð var einnig full af rúsínum og öðru góðgæti sem féll misvel í kramið hjá viðskiptavinum. Til dæmis þóttu Pétri rúsínurnar hans Jóhannesar algjört sælgæti. Það komu tímabil þar sem Pétur mætti daglega til Jóhannesar til að fá hjá honum rúsínur. Þá kraup hann uppi á afgreiðsluborðinu og lét Jóhannes bera í sig rúsínurnar og át af mikilli græðgi. Fólk var vant því að Pétur væri á afgreiðsluborðinu og nærvera hans virtist ekki angra neinn, enda tók hann ekki mikið pláss þar sem hann kraup og undi hag sínum vel. Pétur var köttur.
Kötturinn Pétur átti heima í Neðra Sundi númer 10A og var mikil persóna. Hann fór sínar eigin leiðir og ein þeirra lá einmitt í Jóhannesarbúð.
Leiðir hans lágu reyndar víða og hann átti það til að elta fólkið sitt í skóla eða vinnu og þau voru ófá, skiptin sem einhver kom of seint á áfangastað þegar snúa þurfti við til að skila Pétri heim. Samt kom það fyrir að hann slapp óséður alla leið þangað sem fólkið hans var að fara. Það gerðist eitt sinn þegar hann elti Ónu í skólann. Hún sá hann ekki fyrr en á skólalóðinni og þá var of seint að ætla að hlaupa heim með hann. Óna brá á það ráð að stinga Pétri í skólatöskuna og ætlaði að freista þess að komast með hann heim á milli kennslustunda. En Pétri leiddist dvölin í skólatöskunni og kallaði á hjálp. Hann sagði mörg mjá og þau heyrðust auðvitað vel um alla skólastofuna, því að Pétur hafði mikla og fagra rödd. Kennslukonan Hólmfríður heyrði neyðarópin eins og aðrir og vildi vita hvaðan þau bárust. Óna varð niðurlút og dró kisa sinn upp úr töskunni. En brúnin lyftist aldeilis á henni á ný, því að Hólmfríði þótti uppátæki kisa skemmtilegt og ákvað að nú væri kominn tími til að hafa svolitla kennslustund í dýrafræði. Úr varð besta kennslustund vetrarins og Pétur og Óna voru vinsælust þennan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2008 | 23:53
Fyrr má nú vera...
...sæluhrollurinn úr því hann skekur landið í svona rokna radíus.
![]() |
Skjálfti skekur Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2008 | 21:16
Það er aldeilis...
![]() |
Bað um launalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 15:18
Grautfúl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.10.2008 | 14:27
„Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó"...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2008 | 11:45
Hvað varð um nágranna mína ??
Vestan við húsið mitt er tún. Á sumrin eru þar hestar á beit og vinalegt gneggið í þeim berst mér í kyrrðinni á góðum dögum. Oft er galsi í þeim og þá tekur undir þegar þeir hlaupa um og skvetta rössum með tilheyrandi frísi og gleðihljóðum.
Þessir vinir mínir koma á vorin og fara á haustin, rétt eins og farfuglarnir. Ég get ekki hugsað mér betri nágranna og mér líður aldrei betur en þegar þeir í bland við söng mófuglanna minna mig á hve ómetanleg náttúran er. Þeir hafa góðan aðgang að vatni og vel gróið túnið þeirra er hin mesta paradís fyrir hross, auk þess sem eigandinn kemur iðulega með brauð til þeirra. Í hólfi rétt þar hjá sem umrædd hross dvelja sumarlangt, hafa nokkrir hestar verið af og til, en þeir eru notaðir til útreiða. Þeir eru í eigu sama fólks og á hluta hinna hestanna. Á nýliðnu sumri hurfu þeir hestar úr hólfinu og sáust ekki aftur. Ég var að velta því fyrir mér hvað orðið hefði af þeim, því að reiðvertíðinni" var ekki lokið. Svarið fékk ég fljótlega, en mér var tjáð að eigandinn hefði verið kærður fyrir illa meðferð á dýrum og að þau væru vanhaldin. Mér fannst það ekki fyndið, en ég hló samt þegar ég heyrði þetta, því að þessi fallegu og mannelsku hross voru þvert á móti pattaralega og vel haldin að sögn dýralæknis sem leit á þau í framhaldinu. Engu að síður flutti eigandinn þau á brott og þykir mér það leitt hans vegna og ekki síður mín vegna og tíkurinnar minnar, sem er góð vinkona hestanna. Ég er svona að velta þessu fyrir mér núna, þegar vetur konungur er genginn í garð og vitað er að næstu mánuðina verða ekki nein hross á túninu og í hólfinu góða. Vonandi fær eigandinn uppreisn æru, enda ekkert við æru hans að athuga. Ég hlakka til næsta sumars og endurkomu vina minna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2008 | 17:54
Skeini mig með skítlegu eðli....
![]() |
Eyða trúnaðargögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)