BRÁTT Í BRÓK

Þegar ég kom til vinnu í morgun, mætti samstarfskona mín með umbúðir utan af smokki, sem hún henti í ruslið. Hún fann hann á bílaplaninu fyrir utan. Skömmu síðar kom aðstandandi skjólstæðings inn og spurði hvort við ættum einnota hanska. Hún ætlaði að skreppa út og taka upp notaðan smokk sem hún rakst á á bílaplaninu. Ég hljóp út með hanska á hendi og sótti gripinn. Hann fór beint út í ruslagám án viðkomu inni.

Það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt þó að greddan grípi fólk á bílastæði seint um kvöld eða að næturlagi, ekki heldur þó að það hlíði kalli náttúrunnar kiss enda kemur okkur yfirleitt lítt við hvað mannfólkið aðhefst í þessum efnum. En ég vinn í leikskóla og fyrsta fólkið sem fer um bílaplanið að morgni er oft 5 ára og yngra. Það er í eðli sínu forvitið og því yngra sem það er, því meiri líkur eru á að það grípi og setji í munninn allt sem vekur áhuga þess. Í ljósi þess verð ég að segja að það er ábyrgðarleysi að skilja eftir verjur yfirleitt, en mun verra ef þær eru með þokkalega nothæfu sýni í frown 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband