Falleg stelpa

Vafalaust var viðvörunin gefin út í svolitlu gríni og e.t.v. hálfkæringi, en Tanja Ýr er hugsanlega svolítið feimin að leyfa okkur að heyra enskuna sína, sem hún segir hreint ekki fullkomna. Ég verð nú bara að segja, að stúlkan sú hefur ekkert að skammast sín fyrir. Hún hefur ágætt vald á ensku, talar hana flumbrulaust og þó að hreimurinn sé íslenskur, gerir hann Tönju ekki síður flottan fulltrúa okkar í London.

Og ekki spillir fegurðin fyrir 


mbl.is Varar fólk við myndbandinu í Miss World
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að henni sé ljóst hvernig enskan hennar er og hún fær hrós fyri það. Næsta skref hlýtur þá að vera að fara í enskutíma til að læra enskan framburð. Bara af því að allt of margir Íslendingar tala ensku með íslenzkum framburði, þýðir ekki að það sé í lagi. Ég er ekki að tala um hreiminn eða hljómfallið, heldur framburðinn sjálfan. Ensk orð á EKKI að bera fram á íslenzku, en það tekur bara nokkrar vikur max að læra réttan framburð ef viljinn er fyrir hendi.

Sigurjón (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband