Grautfúl

Ég stóð í biðröð við kassa í Hagkaupum og á undan mér var kona í sparipels.  Kannski var það ekki spari hjá henni, fín dama sem hún virtist vera, en ég hef sko ekki efni á svona pels.  Hvað um það, konan var í stólpafýlu við starfsfólkið.  Eitthvað hafði stimplast vitlaust í kassann og verið var að leiðrétta það.  Það reyndist flóknara en svo að einn mínus og annar plus dygðu til leiðréttingar.  Kallað var á liðsauka til að koma málum á hreint.  Þetta tók að vonum sinn tíma og við sem á eftir komum biðum misróleg.  Loksins eftir nokkurt þóf hafðist þetta allt og konan var kurteisislega beðin velvirðingar, ekki einu sinni, heldur tvisvar eða þrisvar.  En hún sneri upp á sig og var hin fúlasta.  Ég fékk þá tilfinningu fyrir konustráinu að hún væri ein þeirra sem telja sig eiga rétt á flottari trakteringum en sauðsvartur almúginn, þ.e.a.s. ég.  Ég held að andúð og augnaráð eitt og sér geti ekki drepið, því að starfsfólkið lifir enn í dag.  Sem betur fer, þar sem um frábært fólk er að ræða.  Ég segi ekki meira um pelsklæddu konuna......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Blessuð sé minning þeirra dýra er fórnað var fyrir að hlýja þessari kerlu!

Himmalingur, 25.10.2008 kl. 15:30

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ætli henni sé nokkuð hlýrra en okkur hinum ?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 25.10.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Tek undir með Hilmari.

Hér á landi verður aldrei svo kalt að það réttlæti það að spranga um í pels. Í Mið-Evrópulöndum getur það hins vegar talist nauðsyn þegar frostið er komið niður fyrir 20°C.

Auðvitað á að leysa svona leiðréttingarmál með því að fá að tala við verslunarstjórann. Það gerði ég reyndar sjálf á dögunum þegar ég keypti dvd sem samkvæmt skiltinu átti að kosta 889, en var stimplað 898, sem reyndist rétt verð, sá sem gerði skiltið hafði víxlað tölum og var það leiðrétt í hvelli, - og mér borgaður mismunurinn+, sem var þó ekki neitt aðalatriði í mínum huga.

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2008 kl. 20:03

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Í þessu tilviki þurfti engan verslunarstjóra, þetta var leiðrétt án vandræða, en pelskonan kaus að vera með leiðindi, ef ljótur svipur kallast því nafni.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 25.10.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband