Ertu heyrnarlaus eða hvað ?

Ég var að lesa einhvers staðar um heyrnarskerta og þjónustu við þá.  Ég hef áður komið því að og geri það nú, að mér þykir það svívirða að ekki skuli vera meiri þjónusta við heyrnarskerta og heyrnarlausa í sjónvarpinu, og þá ekki síst sjónvarpi ALLRA landsmanna.  Heyrnarnskertir eru hluti ALLRA landsmanna og þeir borga allmargir afnotagjöld af sjónvarpi og eiga sama rétt og aðrir til að fá þjónustuna sem greitt er fyrir.  Þá varðar jafn mikið og okkur hin um það hvað gerist í heiminum og vilja líka fá að fylgjast með innlendu sjónvarpsefni.  Þeir hafa áhuga á fleiri hlutum en þeim sem að fötluðum snúa og eiga heimtingu á að fá að vera með í hinu almenna lífi landans.  Þegar þessi málefni ber á góma, gæti maður haldið að sumum þætti ekki taka því að sinna þeim sem ekki heyra.  Sennilega er það samt ekki skýringin.

Til gamans rifja ég upp annað sem ekki þótti taka því að gera:    Þegar bóndi minn fékk fyrsta hjartaáfallið, sagði vinur hans við hann:  „Vertu svo ekkert að byrja að horfa á neina framhaldsþætti".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband