Dræmt

Ég er ekki hissa á að ekki fáist margir til að ganga til góðs að þessu sinni.  Það er vegna þess að fólk hefur ekki sál í sér til að biðja blásnauðan landann um pening.
mbl.is Dræm þátttaka í Göngum til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já því miður hafa menn áhyggjur af öðrum málum núna, því málefnið er gott

stebbi (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Anna Guðný

Ég er þá ein af þessum sálarlausu sem gengu um götur bæjarins í dag. Af öllum þeim húsum sem ég bankaði upp á voru bara tveir sem sögðu nei. Allir aðrir gáfu og flestir með bros á vör. Margir voru tilbúnir með pening í vasanum og sögðust hafa verið að bíða eftir okkur. Það voru ekki alltaf háar upphæðir sem fóru í baukinn hjá mér og stundum meira að segja mjög lág upphæð. En hún var gefið með góðum hug og viðtekin með góðum kveðjum.

Trúi því að þú hafir tekið vel á móti þeim sem bankaði upp á hjá þér

Hafðu það gott

Anna Guðný , 4.10.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Það hefur enginn komið enn til mín.  Anna mín, þú ert ekki sálarlaus, en það hlýtur að segja eitthvað um ástandið hve miklu færri hafa gengið í ár en áður.  Reyndar fjallaði fréttin um göngufólk á höfuðborgarsvæðinu.  Er þetta betra norðan heiða ?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 4.10.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Anna Guðný

Það var mun betra ástand hér, veit það. En náðist þó ekki alveg að klára bæinn. Ég viðurkenni að ég var ein af þessum lötu í gærmorgun og ætlaði ekki að hafa mig upp í RK. En ákvað svo að fara um hádegi og fá staðfestingu á því að búið væri að fylla bæinn. Nei, heldurðu ekki að hverfið mitt hafi verið eftir. Það gat nú ekki látið það spyrjast út. Fór því af stað með börnin mín og við höfðum bara gaman að þessu.

Hafð það gott í dag

Anna Guðný , 5.10.2008 kl. 09:40

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Sömuleiðis, nafna mín.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 5.10.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband