Ekki er öll vitleysan eins

Ætli ég færi ekki með veggjum frekar en að vekja á mér athygli með endurgreiðsluvæli, væri ég uppvís að svo mikilli heimsku að trúa því að skór einir og sér gerðu mig granna eða flikkuðu upp á minn feita rass. Hitt er svo annað mál, að ef ég ætti svona skó og notaði þá til að hlaupa eða þjálfa mig á annan hátt, væri ég vís til að leggja af eða fá stinnan þjó.


mbl.is Blekktu neytendur með skóauglýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta eru alvarleg vörusvik. Fólk svaf í þessum skóm svo vikum skiptir og rassinn varð heldur meira skvap eff eitthvað er.

Þetta er sama dæmi og megrunarkexið. Fólk át heilu kartonin af þeim á dag og fitnaði bara.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2012 kl. 08:09

2 Smámynd: Sólbjörg

Varðandi þessa skó og árangur af þeim þá segi nú bara eins og kerlingin: Ég er alltaf í megrun- nema þegar ég er að borða". Auðvitað styrkist maður af því að hreyfa sig þessum skóm eins og öllum skóm. Ekki hefur verið augýst nein endurgreiðsla á þessum skóm hér á landi - gleymdi skóinnflytjandinn að segja frá því eða veit hann heldur ekki neitt?

Sólbjörg, 17.5.2012 kl. 18:41

3 identicon

Þeir ættu nú frekar að fá verðlaun. Fyrir að ná að mokselja meingallaða skó. Ég sé þá alveg fyrir mér, sitjandi á hlassi af misheppnaðri framleiðslu sem gæti sett þá á hausinn, síðan fær Jack Donaguy hugljómun.

Valkyrja Valsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband