Vandinn færist til

Ég gleðst auðvitað fyrir hönd þeirra sem þarna gætu eygt úrbætur og hætt að óttast að vera allt í einu á götunni. En það liggur við að ég fagni ekki, því að mér dettur helst í hug að þessar aðgerðir geri fátt annað en að færa vandann af einum stað yfir á annan. Þeir sem nú fá vaxtabætur, geta átt von á því að þær lækki verulega eða falli alveg niður. Þar með er hætta á að margir sjái ekki lengur björgunarhringinn sem hefur fleytt þeim áfram með herkjum og það getur orðið til þess að fleiri og fleiri missi húsnæði sitt. Og þá fjölgar þeim sem þurfa á húsnæðisbótum að halda,svo að vitleysan fer bara í hring og ekkert sparast í þjóðarbúinu. Í besta falli gerist ekkert af þessu og ég vona það auðvitað, en ég verð bara að viðurkenna að ég er of bölsýn til að sjá þetta jákvætt til lengdar. Legg ég svo á og mæli um að ég hafi kolrangt fyrir mér.

Hins vegar þætti mér ekki verra að sjá leiguíbúðakerfi á borð við það sem tíðkast víða erlendis, þar sem fólk getur leigt alla sína ævi, kjósi það svo. Ég veit ekki hvernig slíkt kerfi gengur fyrir sig og er hrædd um að það gengi ekki hér í okkar litla samfélagi, en mikið held ég að það gæti létt á sálarlífi hálfrar þjóðarinnar.


mbl.is Vaxtabætur gætu lækkað mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband