Færsluflokkur: Bloggar

Kannski aðeins of....

Er ekki nóg að matast í hléi ? Ég hef aldrei þolað skrjáfið og smjattið í bíógestum sem gúffa í sig á meðan á sýningu stendur. Trúlega gengi ég nú samt ekki svona langt í að þagga niður í poppkornsétara.
mbl.is Drepinn vegna poppkornsáts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja, hvur grefillinn,

Síminn minn er rafmagnslaus........


mbl.is Þjófur skildi síma eftir í hleðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

??

Væri ekki örvandi að hafa myndir af turtildúfunum á sjálfum smokkunum ?


mbl.is Konunglegir smokkar í tilefni brúðkaupsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað á að gera við brókalallana ?

Verða konustráin þrjú ekki rekin fyrir að láta mynda sig á nærhöldunum einum saman ?  Varla voru þær neyddar til verksins.
mbl.is Rekinn fyrir jólakort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veist þú það, númi ?

Ég er farin að sakna míns aðalkommentar og beini til hans eftirfarandi spurningu:

Af hverju kennir neyðin naktri konu að spinna ?


Sumt má bara alls ekki skera niður.

Ég veit um tilfelli þar sem börn hafa náð fullkomnum bata og önnur sem unnið er að og stefna í lækningu. Við megum bara ALLS EKKI skera niður í geðheilbrigðismálum barna og unglinga. Reynum aðrar leiðir og látum það góða fólk sem þarna er að verki, fá allt sem það þarf til starfsins. 

Annars skil ég ekki af hverju gamla góða kerfið okkar með sjúkrasamlög og almannaheill að leiðarljósi er ekki talið vænlegt í dag. Hvað breyttist ?


mbl.is Fjölskylda ráðþrota vegna mikils kvíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofan gefur snjó á snjó

Þegar ég var barn snjóaði að jafnaði mun meira á Akureyri en við eigum nú að venjast.Eða er það bara eitthvað sem mig minnir?  Mér þótti fátt skemmtilegra en að leika mér í snjónum og þá dugði alveg eitt skúrþak til að renna sér af eða ein snjóþota að fara með upp í skíðabrekku.  Við Ránka vinkona mín, bjuggum til göng sem byrjuðu í enda snjóruðnings og enduðu í hinum endanum.  Gjarnan voru nokkrar útgönguleiðir þar á milli.  Við krakkarnir grófum út himinháa snjóhóla sem rutt var upp við enda gatna og þar var miðstöð mikilla ærsla og leikja.  Á meðan skautasvellið var á malarvellinum við Glerárgötu, jafnaðist ekkert á við að skella sér á skauta að kvöldlagi þegar svellið var upplýst, því vel við haldið og einhverjir strákar með aðstöðu í skúr við svellið spiluðu tónlist af vínilplötum. 

Nú er semsagt byrjað að snjóa í alvöru á Akureyri og ég, andstætt öðrum fjölskyldumeðlimum, er í besta skapi yfir því.


mbl.is Snjóhengja féll á barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GORDJÖSS

Ég er haldin þeirri sérvisku að vilja helst ekki nota orð úr öðrum tungumálum þegar ég tala eða skrifa íslensku.  Ég á það samt til að sletta dönsku.  Ekki það að ég hafi tamið mér slíkan talsmáta, heldur er ég með því að reyna að vera fyndin.  Það hittir aldrei í mark. Blush

Um daginn breytti ég út af vananum og setti saman texta, þannig séð var hann á íslensku, en GORDJÖSS átti vel heima í samsuðunni og fékk að fljóta með.  En það sem verra er, þessi fjandi er orðinn fastur í hugskoti mínu og ég nota hann, þó í litlum mæli sé.  Nú vonast ég ákaft eftir lækningu þessa talmeins og verð að viðurkenna að mér leiðist ég sjálf alveg ferlega í augnablikinu. Gasp

En hvernig kemst maður yfir geðlurðu eins og mína?  Ég lenti í því einu sinni fyrir mörgum árum, að fara í fýlu í heila ÞRJÁ daga.  Það er lengsta og leiðinlegasta tímabil ævi minnar og ég ætla ekki að endurtaka það.  Þess í stað er ég að hugsa um að skrifa bók.  Ég á eina svo gott sem tilbúna, en kann bara ekki að binda hana inn.  Á því strandar það merka rit.  En ef ég skrifa aðra og sit uppi með tvö stórgóð handrit, neyðist ég til að læra bókband.....Ég veit !  ég læri það bara í ellinni svo að ég hafi líka eitthvað að gera þá.  Joyful Það er skuggalega stutt þangað til........... Wink


Hvar er fáninn ??

Ég starfa á leikskóla sem hefur unnið sér það inn að fá Grænfána.  Sá fáni hefur blaktað við hún í marga mánuði, okkur til sóma og ánægju.  En um daginn bar svo við að engan fána var að sjá þegar við mættum til vinnu að morgni.  Ummerki voru um að hann hefði verið fjarlægður af mannavöldum, en hvað geranda eða gerendum hefur gengið til, skil ég ekki.  Við drógum að húni hátíðarfánann okkar, því að fánalaus viljum við alls ekki vera.  Ég þarf ekkert að vita hvað menn ætla sér með þessa dulu sem engum gagnast nema viðkomandi sé á grænni grein, en vona bara að samviskan nagi gerendurna.

Skilorð ?

Hvað er að í dómskerfinu ?
mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasmygl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband