Færsluflokkur: Bloggar

M-m-merkilegt

Ég ætla að skrifa lærða grein um málvísindi ungbarna. Hún mun vekja verðskuldaða athygli og staðfesta svo um munar að það er ástæða fyrir því að lítil börn tjá sig. Ég á tvö börn og ég var með það á hreinu hvað þau sögðu fyrst og af hverju. Samt er ég ekki vísindamaður.


mbl.is „M“ og „mm“ eru fyrstu orðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljúfa líf,,,

Í dag rak á fjörur mínar eitt af þessum litlu atvikum sem mála lífið bjartari litum. Smile

Ég vinn á leikskóla rétt utan við akureyrsku bæjarmörkin og þar gekk inn ung kona með lítið barn á handleggnum og spurði hvort hún mætti skipta á því. Í fyrstu hélt ég að konan ætti annað erindi, en hefði svona í leiðinni ætlað að fá að sinna barninu, en svo var nú ekki. Hún var á leið til Reykjavíkur, rétt lögð af stað frá Akureyri og þá ákvað litla manneskjan að kominn væri tími til að kúka. Móðirin ók inn á fyrsta afleggjara sem á vegi hennar varð -og viti menn- við henni blasti leikskóli. Gat það orðið hentugra? Beinast lá við að banka upp á og biðja ásjár, sem var auðvitað sjálfsagt að verða við. Konan skipti á barninu og þakkaði vel fyrir með glaðlegt bros á vör. Smile

Ég er enn að brosa til baka, sex klukkustundum síðar. Smile


Hver hefur efni á ?

Mín sýn á herlegheitin:

Ég held að hinn almenni launþegi hafi að jafnaði ekki efni á að senda börnin sín í tónlistarnám eins og skorið hefur verið niður í þeim geira, þannig að það gæti orðið erfitt að sjá að mikil not verði af þessu uppakkaða gleri í nánustu framtíð. Einmitt á meðan við þurfum að borga brúsann og þyrftum að græða á ryðkláfnum, fækkar þeim sem hafa efni á að mæta. Og á meðan „heldra" fólkið fær frítt inn, vilja sjálfsagt fæstir borga fúlgur fjár fyrir að koma. Nær hefði verið að finna betri leið til að eyða almannafé, t.d. í aðstoð við þá efnaminnstu.

Mörgum finnst sjálfsagt að ég sé að fara með tómt bull og að þetta fé hafi verið ætlað í menningu. Gott og vel, en án fólks er engin menning. Við sjáum ekki öll menningu í sömu hlutum og menning er svo margt, en í hugum margra eru menning og þjóðarsál óaðskiljanleg. Og nú er þjóðarsálin skítblönk. Frown


mbl.is Hefðum átt að breyta holunni í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmmm...

Það er þá satt sem maður heyrir, að Ítalir séu öðrum fremur skapheitir. Einhvers staðar hefði viðskiptavinurinn bara beðið um þynnri sneiðar - og fengið.
mbl.is Hamagangur út af skinku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hló mikið og lengi.

Um nýliðna helgi var ég á landsmóti kvennakóra, sem haldið var á Selfossi. Þetta var alveg hreint frábært mót og allir skemmtu sér hið besta. Ég mætti á staðinn með mínum kór, sem er Kvennakór Akureyrar. Við höfum að undanförnu verið að æfa fyrir þetta mót og mættum svo galvaskar með upp á vasann sömu dagskrá og nokkrir aðrir kórar, ásamt því að draga úr pússi okkar eigið framlag, sem var tvö lög....eða eiginlega fimm. Okkar lög fluttum við á tónleikum á laugardeginum og aðrir kórar gerðu hið sama með sín lög.

Sunnudaginn 1. maí voru svo haldnir hátíðartónleikar, þar sem kórarnir fluttu fyrst dagskrá í fimm liðum, en sú dagskrá samanstóð af afrakstri helgarinnar í vinnusmiðjum. Að lokum sungu allir kórarnir, rúmlega sexhundruð konur, saman nokkur lög og það var stórkostlegt að taka þátt í því ævintýri.

En aftur að smiðjunum: Heima á Akureyri höfðum við æft þau lög sem tilheyrðu okkar vinnusmiðju og í smiðjunni hittum við hina kórana sem æft höfðu sömu lög. Við höfðum ekki langan tíma til að stilla saman strengi, en það gekk samt eins og í sögu og afraksturinn kom í ljós á sunnudagstónleikunum. Þrátt fyrir mikla vinnu og mikinn söng, gafst líka tími til að sletta úr klaufum og það gerðum við ósvikið í óvissuferð sem gestgjafar okkar, Jórukórinn á Selfossi, stóð fyrir. Ég hef aldrei skemmt mér eins vel í rútuferð og ég gerði í þessari vel skipulögðu óvissuferð. Við vorum varla lögð af stað þegar ég byrjaði að hlæja og ég hló meira og minna alla ferðina. Sá sem kippti svona vel í hláturtaugar mínar var leiðsögumaðurinn Bjarni Harðarson. Hann talaði nánast án afláts alla ferðina og hann sagði aldrei eitt ófyndið orð. Í þvílíkum orðsnillingi og hláturvaka hef ég ekki áður heyrt. Fyrir þessa ferð taldi ég þó að ég væri búin að heyra mestu fyndni sem á fjörur mínar ætti eftir að reka. Svo var ekki og ég er enn að jafna mig í andlitsvöðvunum og þindin er óðum að komast í fyrra horf.

Ég ætla ekki að rekja allt það sem við gerðum þessa skemmtilegu helgi, enda varla hægt nema að skrifa í skömmtum og því nenni ég ekki. Hins vegar ætla ég að segja ykkur frá því að konurnar í Jórukórnum voru stórkostlegar í alla staði og skipulagið var slíkt að ekkert - og þá meina ég EKKERT kom uppá sem kvarta þyrfti yfir. Með Jórunum í för voru eiginmenn þeirra, vinir og velunnarar, en af þeim eiga þær nóg eins og við er að búast. Það var ekki síður fyrir þeirra tilstilli að svona vel tókst til. En við stýrið stóðu sjálfar Jórurnar og sigldu fleyinu hnökralaust.

Það kemur í hlut Kvennakórs Akureyrar að halda næsta landsmót eftir þrjú ár og þó að við hlökkum mikið til, vitum við að það verður ekki hrist sísvona fram úr ermi að taka við keflinu af þessum frábæru valkyrjum.

Ég trúi að kórsystur mínar og stjórnandinn okkar taki undir með mér þegar ég segi:

TAKK, ELSKU JÓRUR. ÞIÐ VORU MAGNAÐAR !!


Lundin hefur lög að mæla.

Þetta er ekki skemmtilegt lag.
mbl.is Spá Vinum Sjonna úrslitasæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamenn á íslenskunámskeið?

Hvernig skyldi nú eiga að nota sögnina að valda?
mbl.is Kynlífsleikfang olli nágrannaerjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotinn...

...ég endurtek: Andskotinn bara.
mbl.is Með 1,4 milljónir á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Massaslakaður ??

Getur einhver sagt mér hvað það er ?

Gímald

Ég á gríðarlega flotta smáaurabuddu. En kannski að önnur budda sé ekki síðri geymslustaður fyrir ýmislegt smálegt sem ég á....


mbl.is Faldi þýfi í leggöngum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband