Ofan gefur snjó á snjó

Þegar ég var barn snjóaði að jafnaði mun meira á Akureyri en við eigum nú að venjast.Eða er það bara eitthvað sem mig minnir?  Mér þótti fátt skemmtilegra en að leika mér í snjónum og þá dugði alveg eitt skúrþak til að renna sér af eða ein snjóþota að fara með upp í skíðabrekku.  Við Ránka vinkona mín, bjuggum til göng sem byrjuðu í enda snjóruðnings og enduðu í hinum endanum.  Gjarnan voru nokkrar útgönguleiðir þar á milli.  Við krakkarnir grófum út himinháa snjóhóla sem rutt var upp við enda gatna og þar var miðstöð mikilla ærsla og leikja.  Á meðan skautasvellið var á malarvellinum við Glerárgötu, jafnaðist ekkert á við að skella sér á skauta að kvöldlagi þegar svellið var upplýst, því vel við haldið og einhverjir strákar með aðstöðu í skúr við svellið spiluðu tónlist af vínilplötum. 

Nú er semsagt byrjað að snjóa í alvöru á Akureyri og ég, andstætt öðrum fjölskyldumeðlimum, er í besta skapi yfir því.


mbl.is Snjóhengja féll á barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er akkúrat svona í minningunni. Mikill snjór allan veturinn, stuð á skautasvellinu, allir í stórfisk ungir sem aldnir.

Margrét (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband