GORDJÖSS

Ég er haldin þeirri sérvisku að vilja helst ekki nota orð úr öðrum tungumálum þegar ég tala eða skrifa íslensku.  Ég á það samt til að sletta dönsku.  Ekki það að ég hafi tamið mér slíkan talsmáta, heldur er ég með því að reyna að vera fyndin.  Það hittir aldrei í mark. Blush

Um daginn breytti ég út af vananum og setti saman texta, þannig séð var hann á íslensku, en GORDJÖSS átti vel heima í samsuðunni og fékk að fljóta með.  En það sem verra er, þessi fjandi er orðinn fastur í hugskoti mínu og ég nota hann, þó í litlum mæli sé.  Nú vonast ég ákaft eftir lækningu þessa talmeins og verð að viðurkenna að mér leiðist ég sjálf alveg ferlega í augnablikinu. Gasp

En hvernig kemst maður yfir geðlurðu eins og mína?  Ég lenti í því einu sinni fyrir mörgum árum, að fara í fýlu í heila ÞRJÁ daga.  Það er lengsta og leiðinlegasta tímabil ævi minnar og ég ætla ekki að endurtaka það.  Þess í stað er ég að hugsa um að skrifa bók.  Ég á eina svo gott sem tilbúna, en kann bara ekki að binda hana inn.  Á því strandar það merka rit.  En ef ég skrifa aðra og sit uppi með tvö stórgóð handrit, neyðist ég til að læra bókband.....Ég veit !  ég læri það bara í ellinni svo að ég hafi líka eitthvað að gera þá.  Joyful Það er skuggalega stutt þangað til........... Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband