Nussbaum

Ég heyrði eitt sinn um konu sem sat á biðstofu heilsugæslu.  Læknar komu af og til og kölluðu upp nöfn og alltaf stóð einhver upp og elti viðkomandi lækni.  Þessi kona sat lengur en flestir, en að lokum stóð hún upp og fór.  Einhver hafði orð á því að henni hefði ekki verið sinnt og hún því hrökklast burt.  En það var ekki alveg þannig, heldur lét hún sem hún heyrði ekki þegar nafn hennar var kallað yfir biðstofuna, því að viðbrögðin voru hlátur og augnagotur og fólk leitaði að eiganda nafnsins.  Henni var hins vegar ekki skemmt yfir viðbrögðunum þegar læknir kom og kallaði:  Hreinmey, gjörðu svo vel.  Fimmsunntrína og Lofthæna eru líka íslensk kvennöfn sem ég skil ekki að nokkurn langi að bera. 

Annars heita margir Þjóðverjar  nöfnum sem m.a.s. þeim hljóta að þykja neyðarleg eða ljót.  Mér þætti t.d. heldur súrt að heita Sauermilch ( Súrmjólk ), Bauer ( Bóndi ) eða Böse ( Reiður ).

Ég átti breska skólasystur sem hét Barbara Nussbaum.  Þegar hún var barn þótti henni leiðinlegt að heita Hnetutré og hún hlakkaði mikið til að eignast mann, því að hún ætlaði að losa sig við nafnið og taka sér hans ættarnafn.  En þegar hún eignaðist unnusta, kom í ljós að hann hét mun asnalegra nafni en hún.  Við lá að hún skilaði honum, svo mikil voru vonbrigðin.  Hvort hún gerði það, veit ég ekki, því að við týndum þræðinum og ég hef ekki heyrt frá henni frá því 1988.

 


mbl.is Óheppileg nöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu nokkuð hvað nafnið Númi,þýðir á þýsku.?

Númi (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband