21.2.2009 | 22:39
Stolt af stelpunni
Ég, bloggsauðurinn, kann ekkert með myndir að fara á blogginu og geri því bara eitthvað. Það hefur virkað hingað til og mun sjálfsagt virka áfram.
Þessa mynd bara varð ég að setja inn, því að stúlkan á henni miðri ( sem bendir til suðausturs frá tölvuskjánum mínum séð ), er dóttir mín, sem var að stíga sín fyrstu spor á fjölunum. Söngleikurinn Vínland var frumsýndur í Freyvangsleikhúsinu í gærkvöldi og við sem lögðum batteríinu til þessa upprennandi stjörnu, vorum að sjálfsögðu viðstödd ásamt stóru systur leikkonunnar. Sýningin var skemmtileg, vel upp sett og góð í alla staði. Ég legg ekki í vana minn að gagnrýna leikverk, enda lítið á ferð í leikhúsum og hef lítið vit á, en í Freyvangi gærkvöldsins var gaman að vera og móðurhjartað sló svo ákaft af stolti, að við lá að sessunautar mínir heyrðu það. Og þó var tónlistin nokkuð hávær. Þarna var á ferð, auk dóttur minnar, margt frábært, ungt og upprennandi leikhúsfólk og það voru örugglega fleiri móðurhjörtu sem slógu í takt við mitt. Lái okkur hver sem vill.
Ef þú ert á ferð um Eyjafjörð og veist ekki hvað þú átt að taka þér fyrir hendur, skora ég á þig að bregða þér í Freyvangsleikhúsið og sjá VÍNLAND.
Athugasemdir
VÍNLAND,,,,,,,,,ha,,,,,,,,,,er frítt að drekka eða hvað,er vatni breytt í vín.?Segðu kona góð,um hvað fjallar þessi vínsöngleikur.Til hamingju með afkvæmið tek undir það sem foreldri hve maður getur verið að springa úr stolti skil það vel.Ví,,Ví ,,,Vínland,hik,hik.
Númi (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 23:58
Já, Númi minn. Vín, vín, vín. Vínland það, sem dóttir mín dvaldi á um stund, á sér fyrirmynd í Íslendingasögum - Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu, sem segja frá landafundum norrænna manna. Ég heyrði viðtal við dóttur mína á útvarpsstöð Akureyringa, Voice, þar sem hún sagði að þetta væri eiginlega skemmtilegri hliðin á þessum sögum. Og það er einmitt það sem þetta er. Skemmtilegt skáldverk byggt á þessum sögum. Farðu og sjáðu sjálfur ef þú ert nærri. Ég get lofað þér góðri skemmtun.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 22.2.2009 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.