29.10.2008 | 16:48
HJÚKK
Gott að ég er bolla og bý á Íslandi. Ég get haldið áfram að aka um á vespunni minni án allra afskipta yfirvalda. Enda styttist í að maður hafi ekki efni á að eiga og reka bíl og þá er nú gott að eiga þennan hnarreista vínrauða vélfák.
Brjóstasmáum bannað að keyra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samt erfitt að vera bolla og keyra vespu.. þetta er svo kraftlaust
Örvar (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:02
Trúðu mér, Örvar, ég fer EKKI hratt
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 30.10.2008 kl. 20:35
(lesist hahaha ) þú ert engri lík Þú bjargaðir kvöldinu og bættir nokkrum dögum við líf mitt
SGÞ (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 21:40
Þetta hefur ekkert með bloggið að gera, ég bara varð að deila þessari snilld með þér.
Þessi gullvæga setning heyrðist við kvöldmatarborð frá einni á
leikskólaaldri nýverið.
Dóttirin: "Var ég búin til í glasi eða ættleidd eða rídd?"
Sem er tilefni þessarar vísu
Úr hvaða efni er ég smídd,
af íslensku holdi eða þýdd?
Ég vita það vil
því víst er ég til.
Er ég ættleidd, úr glasi eða rídd?
Við spurningu barnsins svarar pabbinn svona.
Úr ágætis efn' ertu snídd
og kostunum bestu ertu prýdd.
En eitt máttu vita
ég vann mér til hita,
því á gamaldags hátt varstu rídd.
Ólafur Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.