Brókalallar

Ég þekki nokkra unga menn sem ekki nenna að hysja upp um sig buxurnar og þeir ganga allir eins og þeir séu búnir að skíta á sig og orðnir vel brunnir undan.  Þeir hljóta að fá í bakið fyrr en seinna, því að það sem heldur brókunum uppi er hið fáránlega göngulag sem þeir hafa orðið að tileinka sér.Pinch Frown
mbl.is Upp með brækurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ha :)  Þetta er það sama sém ég hélt.

Sá þetta fyrst þegar ég var í biðröð í Búnaðarbankanum gamla við Esjuna, þar stóðu tveir ungir menn með buxurnar hangandi.  Mér leið eins og þeir væru búnir að kúka á sig´og ég fékk algör klíu, lá við að ég ældi, er ekki að grínast.

Rabbi (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 10:22

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég velti fyrir mér hvort ekki sé sparnaður fyrir þá og vinnusparnaður fyrir mæður þeirra ef þeir gengju bara ekkert í buxum fyrst þá langar svona voðalega mikið til að sýna nærhöldin.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 17.4.2010 kl. 10:50

3 Smámynd: Einar Steinsson

Minnir mig alltaf á róna sem eru búnir að gera í buxurnar.

Einar Steinsson, 17.4.2010 kl. 17:20

4 identicon

þetta segir bara fólk sem er fætt um seinni heimstyrjöld , það eru allir svona þvi það þykir hallærislegt að ganga um girtur með rassin út

Arnar Freyr Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 23:13

5 identicon

Ef að ég kýs að labba um með buxurnar á hælunum þá bara geri ég það. Það er alltaf skrýtið að sjá fólk væla svona útaf einhverju eins smávægilegu og þessu, það er greinilega of lítið að ske í ykkar lífi fyrst þetta er að fara svona í taugarnar á ykkur, ég geng ekki uppað næsta manni í lopapeysu og segji ''andskotinn maður farðu úr þessari peysu þetta er forljótt''. Ef hann vill vera í lopapeysu er það hans mál! Þessi afskiftasemi er alveg stórfurðuleg! og að þið skulið vilja kalla ykkur fullorðið fólk og eruð ekki enn búinn að átta ykkur á að hver og einn einstaklingur er með misjafnan smekk!

Jóhann Jóels (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 18:21

6 identicon

þetta mun örugglega ekki ganga i gegn þar sem gallabuxnaframleiðsla á eftir að dragast rosalega saman i bandarikjunum þvi karlmenn frá aldrinum 12-30 vilja bara vera með buxurnar á hælunum ,. þvi munu allir bara ganga i jokking buxum

Arnar Freyr Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 23:22

7 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Fyrirgefðu Jóhann, ég hefði kannski átt að orða athugasemdina öðruvísi. Engu að síður finnst mér svolítið sérstakt að sjá göngulag fólks með buxurnar á hælunum. Það fer samt ekkert í taugarnar á mér, ég bara lagði skoðun mína til málanna. Ég á fleiri en eina lopapeysu og þær eru frá því að vera hallærislegar upp í einhverja tískuflík. Sú þeirra sem telst nýtískulegust, er jafnframt sú sem mér finnst síst að vera í (ekkert vont samt) og ef einhverjum þykir ég álappaleg í henni (eða öðrum flíkum), er það bara hið besta mál. Annars fannst mér ekki vælutónn í því sem ég skrifaði og líf mitt er fullt af skemmtilegum uppákomum. Eigðu góðar stundir í hvaða buxum sem er.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 20.4.2010 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband