Maður að sunnan

Maðurinn minn er að sunnan. Það er svosem engin frétt, en mér datt í hug að deila með ykkur eftirfarandi, þar sem sá góði aðkomumaður og rúmið mitt koma við sögu.

Við keyptum fokhelt hús og breyttum því í heimili á meðan verið var að reisa hin húsin við götuna.  Við áttum á meðan í fínni samvinnu við byggingafyrirtækið og á fyrstu jólunum í nýja húsinu færði verktakinn bónda mínum tvær flöskur að gjöf.  Í annarri var vín en í hinni unaðsolía.  Fyrirmæli fylgdu flöskunum, en þau voru á þann veg að hann átti að fylla mig með innihaldi annarrar flöskunnar og bera innihald hinnar á mig.  Lofað var frábærum árangri.  Ég lét mig dreyma um áhrifin - og líka um afleiðingarnar fyrir smáfólkið á heimilinu:

Í Birkihlíð þrjú eru börnin í þörf

fyrir blíðu og ástúð í húminu

því pabbi og mamma eru drukkin og djörf

og dandalast bara í rúminu  FootinMouth


mbl.is Aðkomumaður uppi í rúmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skemmtileg saga og vísan líka. Vísan er óvenjuleg að því leytinu að hún er óaðfinnanlega stuðluð og rímuð.

Því á maður eiginlega ekki að venjast núorðið.

Og er ég þó ekki neitt að sneiða sérstaklega að henni Hlín Agnarsdóttur eða mörgum öðrum ónefndum í "Orð skulu standa"

Árni Gunnarsson, 9.4.2010 kl. 16:44

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Takk fyrir hrósið, Árni. Alltaf gaman þegar menn taka eftir svona „smáatriðum".

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 9.4.2010 kl. 17:01

3 Smámynd: Halla Rut

Skemmtileg vísa.

Halla Rut , 9.4.2010 kl. 17:22

4 identicon

Þessi saga særir blygðunarkennd margra Íslendinga. Sérstaklega eldra fólks og landsbyggðarfólks fyrir utan Siglfirðinga. Blygðunarkennd eldri Siglfirðinga er þó misboðið.

Kolbeinn Kafteinn. (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 17:36

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Þetta samdi ég kinnroðalaust og þó er ég landsbyggðarjúferta, þó ekki eldri Siglfirðingur.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 9.4.2010 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband