Færsluflokkur: Bloggar

BRÁTT Í BRÓK

Þegar ég kom til vinnu í morgun, mætti samstarfskona mín með umbúðir utan af smokki, sem hún henti í ruslið. Hún fann hann á bílaplaninu fyrir utan. Skömmu síðar kom aðstandandi skjólstæðings inn og spurði hvort við ættum einnota hanska. Hún ætlaði að skreppa út og taka upp notaðan smokk sem hún rakst á á bílaplaninu. Ég hljóp út með hanska á hendi og sótti gripinn. Hann fór beint út í ruslagám án viðkomu inni.

Það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt þó að greddan grípi fólk á bílastæði seint um kvöld eða að næturlagi, ekki heldur þó að það hlíði kalli náttúrunnar kiss enda kemur okkur yfirleitt lítt við hvað mannfólkið aðhefst í þessum efnum. En ég vinn í leikskóla og fyrsta fólkið sem fer um bílaplanið að morgni er oft 5 ára og yngra. Það er í eðli sínu forvitið og því yngra sem það er, því meiri líkur eru á að það grípi og setji í munninn allt sem vekur áhuga þess. Í ljósi þess verð ég að segja að það er ábyrgðarleysi að skilja eftir verjur yfirleitt, en mun verra ef þær eru með þokkalega nothæfu sýni í frown 


Falleg stelpa

Vafalaust var viðvörunin gefin út í svolitlu gríni og e.t.v. hálfkæringi, en Tanja Ýr er hugsanlega svolítið feimin að leyfa okkur að heyra enskuna sína, sem hún segir hreint ekki fullkomna. Ég verð nú bara að segja, að stúlkan sú hefur ekkert að skammast sín fyrir. Hún hefur ágætt vald á ensku, talar hana flumbrulaust og þó að hreimurinn sé íslenskur, gerir hann Tönju ekki síður flottan fulltrúa okkar í London.

Og ekki spillir fegurðin fyrir 


mbl.is Varar fólk við myndbandinu í Miss World
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Buxur, vesti, brók og skó

Af hverju er tekið fram herju maðurinn klæddist?
mbl.is Laus úr fangelsi eftir 29 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldeilis er nú kerfið lipurt og þjónustuglatt

Í stað þess að gera fólki kleift að sækja sjálft sín vegabréf og spara þannig Þjóðskrá Íslands sendingarkostnað sem gæti í versta falli hlaupið á verulega hárri tölu, skal því gert að borga háa fjárhæð fyrir að spara bákninu fé og fyrirhöfn. Skilur einhver svona fyrirkomulag? Getur einhver í leiðinni útskýrt fyrir mér hve erfitt það getur reynst að veita svokallaða flýtimeðferð sem veldur tíuþúsundkróna kostnaði á stykkið?

 


mbl.is Tölvan segir nei!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýringin fundin

Þeir sem þekkja mig, vita að það sem ég böggla saman í bundnu máli er annað hvort klám eða níð, nema hvort tveggja sé.

Þá sjaldan að mér tekst annað, verð ég misjafnlega ánægð með árangurinn. Sumt er nokkuð boðlegt (finnst mér sjálfri), annað ekki. Ég virðist oft enda í einhvers konar upptalningu, jafnvel í tímaröð sbr. Árstíðirnar sem ég setti saman þegar ég var ung og vitlaus, en tók fram til brúks fyrir 2 árum, muni ég rétt.

Ég held að ég sé komin með skýringuna á þessari áráttu minni. Hana má rekja til fallegs frænda míns, Sigurðar Antons Friðþjófssonar, sem lést langt fyrir aldur fram og skildi eftir sig mörg falleg ljóð. Eitt þeirra er í miklu uppáhaldi hjá mér og er einmitt sett fram í tímaröð eða ferli:

ÞÁTTASKIL
Ég lagði mig fyrir og leit í bók,
að lágnættisstund er hníga tók
og fugl ei á flugi sást.
Ég naut þess í friði hve nóttin var hljóð,
um nætur er dýrðlegt að yrkja ljóð
um lífið, æsku og ást.

Þá guðað var hljóðlega á gluggann minn.
Ég gestinum bauð að koma inn.
Andsvar ég óðara fékk:
Ég er vor þinnar ævi að kveðja í kvöld
því kominn er annar er heimtar sín völd.
Á brott þá gesturinn gekk. 

 


Búa í hreysum

Ég er Eyrarpúki og skammast mín ekki fyrir það. Þegar ég var unglingur heyrði ég í fyrsta sinn orðsporið sem af hverfinu okkar fór þegar einhver spurði mig hvort ég ætti heima í fátækrahverfinu.

Síðar á lífsleiðinni bjó ég við Strandgötu til margra ára og var einmitt búsett þar þegar dætur mínar fæddust. Þær voru stutta stund á leikskólanum Iðavöllum og þar fór vel um þær, fyrir utan smáræði sem angraði þá eldri um hríð. Á þeirra dvalartíma voru Iðavellir í gamla húsnæðinu, sem mér þótti hið besta mál. En konustrá eitt sem starfaði á leikskóladeild bæjarapparatsins, taldi að Iðavellir væru í heilsuspillandi húsnæði og fann því allt til foráttu. Hún skrifaði um þetta í bæjarblaðið og meðal þess sem fram kom í pistli hennar var álit hennar á íbúðarhúsnæði á Eyrinni almennt. Mátti lesa út úr þeirri upptalningu, að við byggjum flest við arfaslakar aðstæður og ég upplifði lesturinn þannig, að henni þætti við í meira lagi „lásí". Hún lét eiginlega að því liggja að við værum frekar fátækur stofn. Ekki svo að skilja að það angraði mig, en mér þótti kerla taka fullstórt upp í sig. Hún hefur trúlega haft hag okkar fyrir brjósti, en ég las ekki annað en hroka út úr greininni.

Við bjuggum í mörg ár við Strandgötuna eftir að þessi grein birtist og okkur varð bara ekkert meint af því, enda bjuggum við í góðu húsi og héldum því vel við. 


mbl.is Eyrin er gettó Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsvinir

Þarna er verið að fjalla um alvöru Íslandsvini
mbl.is Minningum um Ísland komið í skjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með tannlæknana ?

Börnunum er örugglega sama hvort tannburstinn heitir þessu nafninu eða hinu. Hann gerir tönnunum og eigendum þeirra gott og allir mega vel við una. Verður næsta skref kannski að banna tannlæknaheimsóknir í skólana til að tryggja að sá sem mætir fái ekki auglýsingu á sér og tannlæknastofu sinni ?


mbl.is Mega ekki gefa tannbursta í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum öll ábyrg

Við þurfum öll að halda vöku okkar þegar börn eru annars vegar. Hægt er að fá hvíta og glæra plasthanka til að líma í gluggaramma og í þá má hengja svona gardínusnúrur og keðjur. Þetta gerum við í leikskólanum mínum og ef þetta er fastur liður og vel upp á það passað, gleymir enginn að krækja snúrunum upp. Þannig gerum við umhverfið öruggara fyrir börnin okkar.

Ég læsi alltaf bílnum mínum, sama hvar ég skil við hann. Þetta geri ég til þess að festa það í rútínu. Fyrir vikið klikka ég ekki á því þegar brýn nauðsynlegt er að læsa honum. Hugsum þannig þegar við göngum frá snúrum, hnífum og öðru hættulegu sem börn og aðrir óvitar ná annars í. 


mbl.is Hengdi sig næstum í gardínusnúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju var farið af stað ?

Nú veit ég ekki á hvers vegum eða hvers lenskt fólkið var sem hafði veg og vanda að þessari ferð, en hafi það verið íslendingar, er mér ómögulegt að skilja af hverju þeir lögðu af stað með ferðamennina, því að þeir hljóta að hafa skilið veðurspár og fréttir. Það á ekki að uppfylla allar óskir og fara eftir öllu plani, sé það hættulegt.
mbl.is Rúta fauk út af veginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband