Af hverju var farið af stað ?

Nú veit ég ekki á hvers vegum eða hvers lenskt fólkið var sem hafði veg og vanda að þessari ferð, en hafi það verið íslendingar, er mér ómögulegt að skilja af hverju þeir lögðu af stað með ferðamennina, því að þeir hljóta að hafa skilið veðurspár og fréttir. Það á ekki að uppfylla allar óskir og fara eftir öllu plani, sé það hættulegt.
mbl.is Rúta fauk út af veginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af því að enginn ber ábyrgð.  Yfirvöld eiga að hiklaust að loka vegum. Óhæfa er að  erlendir gestir sem ekki bera skynbragð á staðhætti séu lagðir í lífshættu þegar alvarlega hefur verið varð við ferðalögum. Kannski fyrirtækin hugsa sig kansnki tvisvar um ef þau þyrftu að greiða fyrir björgun.

NKL (IP-tala skráð) 25.12.2013 kl. 13:45

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Hvar er ábyrgðin, ef ekki hjá Íslendingum, ef þeir eru forsjármenn ferðalagsins ? Auðvitað þarf að fara að leggja gjald á / eða skikka menn til að leggja fram tryggingu, sé verið að þvæla með erlenda ferðamenn í tvísýnu. Auðvitað vita þeir útlendu minnst um hættuna, ef henni er ekki komið á framfæri á öðrum tungumálum en íslensku.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 26.12.2013 kl. 15:39

3 identicon

Læt inn athugasemd hér sem ég setti inn hjá öðrum beturvitrungi: Það var nú reyndar svo þennan dag að ferðaþjónustufyrirtæki breyttu áætlunum sínum vegna veðurs og var m.a. ekki farið á Þingvelli vegna aðstæðna á Mosfellsheiði. Þarna var um ca. kílómeters langan kafla að ræða þar sem fór saman sterkur hliðarvindur og svell en það var leyst með keðjum og varkárum akstri. Sá bíll sem þarna fór útaf fór nú ekki lengra en svo að annað framhjólið fór út fyrir veg og sat hann þar með fastur. Sófakrítikerar fara samt greinilega ekki varlega í sleggjudómum frekar en oft áður...

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 27.12.2013 kl. 20:17

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég, sófavitringurinn, held mig samt við þá skoðun, að stundum má bara leggja niður ferðir eða fresta þeim, sé það hægt, ef horfur eru slæmar. Svo finnst mér það engin afsökun að bíllinn fór ekki allur út af, hitt hefði getað gerst. Sem betur fer varð ekki svo, skv. því sem Þórður Ingi segir okkur.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 2.1.2014 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband