Ha?

Hvað er að brjóta úr forsætisráðherra og gera það heilt á ný? Ég bara skil ekki setninguna.
mbl.is Óvenjulegt tómstundagaman formanns VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðruleysi

Æðruleysi þessa unga manns er með ólíkindum. Hvergi örlar á biturð út í heilsugeirann fyrir öll þau mistök sem töfðu fyrir og jafnveli spilltu endanlega bata hans. Ef fólk á borð við hann á ekki skilið fálkaorðu, hver á hana þá skilið ?

 


mbl.is „Án húmorsins væri ég dauður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, sæll

Mikið assgoti sofa þær fast, konurnar í Japan.


mbl.is Klippti fötin utan af sofandi konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og myndaþrautin „Finndu fimm villur"

Hér er á ferðinni góð frétt og skemmtileg aflestrar, um hinn unga Casanova. En í ekki lengri frétt en þessari, er dálítið klúðurslegt að sjá fimm málfræði -og innsláttarvillur.


mbl.is Peysa kom Casanova til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, af hverju ekki ég.....

.....er hugsun sem skýtur upp kollinum þegar maður heyrir að einn heppinn aðili hafi hreppt hnossið. Svo les maður þessa góðu frétt og gleðst yfir því að það var einmitt ekki ég.....
mbl.is Draumur réð lottókaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

68 ára ?

Hafi konan verið 36 ára þegar biðin hófst, hvernig getur hún þá verið 68 ára núna ?
mbl.is Beið í 28 ár eftir íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmmm...

Hér áður fyr hefði vafalaust þótt nóg að láta farþegana leiðrétta svona mál með því að borga bara, en vera ekki að búa til hasar úr öllu saman. Það var einmitt það sem stelpurnar sögðust vilja gera, enda voru þær með miða til þess. Hvað var blessaður bílstjórinn að hugsa ?


mbl.is Börnum hent úr strætó um miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blörra og tagga

Orðaforðinn eykst, en er ekki hætta á að orðskrýpi verði til og festist í málinu eins og ég upplifi hjá unga fólkinu í kringum mig ? Það blörrar og taggar, það er leim og það beilar á hitt og þetta.

Um þetta þarf að standa vörð þegar börnin eru mjög ung, kannski ekki eins auðvelt með fullorðna, en 21 árs dóttir mín er gjörn á svona orðbragð. Mér finnst það slæmt. Eldri systir hennar sem er 22 ára, talar ekki svona. Því er ég fegin.


mbl.is Tölvunotkun eykur orðaforða barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju

Mér þykir alltaf vænt um svona frásagnir og fagna hverri hólpinni manneskju.


mbl.is Heppinn að hafa sloppið lifandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur

Af hverju þarf að koma stærð mannsins að í þessari skemmtilegu „frétt" ?
mbl.is Kynþokkafulli dansarinn sem tryllir allt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband