16.11.2009 | 18:38
Margt er skrýtið í kýrhausnum
![]() |
Björguðu kú úr haughúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 00:14
Betrunarvist
Það er frábært að fá svona fréttir af fólki sem almenningur hefur á köflum haft skömm á. Á Litla Hrauni er fjöldi manna sem loksins hefur fundið sig eftir áralanga leit, þökk sé því uppbyggjandi og hvetjandi starfi sem þar er unnið til heilla fyrir fangana. þeir eiga margir svo sannarlega framtíðina fyrir sér í öðru en afbrotunum sem urðu þess valdandi að þeir lentu í fangelsi. En til þess þarf samfélagið að taka þeim opnum örmum og sýna þeim að við getum verið stolt af þeim í stað þess að fordæma þá. Það er öllum í hag að við fáum út úr fangelsunum betra fólk en fór þangað inn.
![]() |
Smíðar skartið á Hrauninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2009 | 15:04
Brostu, skellihlæðu, það kostar ekki krónu
Vinnustaður minn er vel setinn glaðværum konum sem alltaf eru boðnar og búnar ef eitthvað bjátar á. Yfirleitt bjátar nú ekkert á, en það er samt frábært að vita af vinarþeli innan seilingar. Við erum yfirleitt hlaðnar verkefnum frá upphafi til enda vinnudags, en erum duglegar að nota hvert gefið tækifæri til samveru og viðhalds góðs vinnuanda og minnum þá hver aðra á mikilvægi vináttunnar, sem er sko ekki af skornum skammti hjá okkur. Við skipuleggjum góðar stundir saman utan vinnutíma og þó að ekki sé nein sérleg þörf á að hrista hópinn meira saman en orðið er, er alltaf ástæða til að viðhalda hristingnum, sé hann góður. Til dæmis erum við næsta mánudagskvöld að fara að föndra saman og gæða okkur á kökum og nammi. Við höfum skipulagt gönguferð (sem enn er ófarin) og farið saman á kaffihús og fleira. Og allt miðast þetta við lítil eða engin fjárútlát, enda ærin ástæða til ráðdeildar á þessum síðustu og verstu tímum. Það er engin þörf á að vera endalaust að gera eitthvað saman og við gerum það heldur ekki, en það er aldrei of mikið gerf af því að minna aðra á að svona samheldni fæðir af sér fleiri bros og hlátrasköll en það, að segja bara bless að loknum vinnudegi og sjá svo vinnufélagana e.t.v. einu sinni í viku í Hagkaupum eða Bónus - og svo bara í vinnunni.
Þið, vinnufélagar sem getið komið slíku við, skemmtið ykkur saman af og til og njótið þess. Þó að þið eigið góðar fjölskyldur og vini, er engin ástæða til að láta þar við sitja. Vinir geta ekki orðið of margir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2009 | 17:23
Loksins
eitthvað skemmtilegt.
Þessi frétt, sem mörgum kann að þykja fremur ómerkileg, er snilldarlega fram sett. Frábært dæmi um það hvernig gera má áhugaverða frétt um hvað sem er. Það er nefnilega hægt að skrifa heilmikið um málefni sem ekki fanga almennt huga manna -og gera það að skemmtilesningu.
![]() |
Mógolsa náði í ungan og sprækan elskhuga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2009 | 10:57
Hvenær ..
.. koma eigendur blendingshunda og sýna seppana sína ?
Ég á litla tíkartortu, blandaða og afskaplega fallega. Hún vekur sums staðar athygli fyrir fegurð og skemmtilegheit, en engan langar að sjá hana á sýningu. Af hverju ætli það sé ?
Það er ekki það, að mig langi að sýna hana á þeim vettvangi, síður en svo, en ég velti þessu samt fyrir mér af og til.
![]() |
Besti vinur mannsins á sýningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2009 | 21:47
Sunna í númer 3
![]() |
Greiddi 75 milljónir fyrir hund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2009 | 21:39
Dóttir mín át pylsuna mína,
get ég þá krafið SS um endurgreiðslu ?
![]() |
Kötturinn át 500 evruseðil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2009 | 21:31
Vægt
![]() |
Földu lík dótturinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 14:57
Hvert þó í hoppandi...
...Holy shit,
Hr. Google virðist ekki þekkja orðið í öðru samhengi
![]() |
Ruddalegt að vera hoppandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2009 | 00:36
Það væri ljótt...
![]() |
Keyrði á stolnum bíl á lögreglustöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)