Hvenær ..

.. koma eigendur blendingshunda og sýna seppana sína ?

Ég á litla tíkartortu, blandaða og afskaplega fallega.  Hún vekur sums staðar athygli fyrir fegurð og skemmtilegheit, en engan langar að sjá hana á sýningu.  Af hverju ætli það sé ?

Það er ekki það, að mig langi að sýna hana á þeim vettvangi, síður en svo, en ég velti þessu samt fyrir mér af og til.


mbl.is Besti vinur mannsins á sýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er þetta ekki bara það sama og merkjasnobbið í fatnaði og öðru?  Blendingshundar geta vel verið jafn fallegir og hreinræktaðir hundar. 

Ég á einn, sem er bæði fallegur og skynsamur, en enginn vill svoleiðis hunda á sýningar.

Maður er jafn hæstánægður með hundinn sinn fyrir því.  Hann veitir ekkert minni gleði og ánægju á heimilinu, heldur en hinir.

Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2009 kl. 11:12

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Fyrir svo utan hvað við getum verið alveg óhrædd um að skítugur pels í dag skemmi morgundaginn.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 4.10.2009 kl. 11:17

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Í dag kom vinkona mín heim með tíkina sína eftir sýningu í reiðhöllinni.  Sú ferfætta var hin glaðasta, en tvífætlingurinn síður.  Þessar tvær eru, þrátt fyrir hreinræktun og verðmæti voffans, til í tuskið og börnin leika við tíkina og klístra eflaust einhverju fyrrverandi góðgæti í feldinn hennar.  En öllum er sama og þarna er ekki snobbið á ferð, eins og Axel Jóhann nefnir fylgikvilla þess að eiga hreinræktaðan hund.  Skítt með verðlaunapeninga, hundar hafa ekkert gagn af þeim.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 4.10.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband