Berlínarmúrinn er heima hjá mér

Ég á danska vinkonu sem er baráttukona eins og þær gerast bestar.  Hún hefur í gegnum tíðina staðið fyrir innbrotum í tilraunastofur þar sem dýr hafa komið við sögu - og sleppt þeim lausum, hún hefur staðið fremst í flokki í mótmælum í sínu heimalandi og mörgum öðrum, hún hefur látið til sín taka í hinu og þessu þar sem henni hefur þótt einhver órétti beittur og svona mætti lengi telja.  Fyrir hin og þessi „óhæfuverk" hefur hún setið í fangelsi dag og dag og þótt það þess virði.   Sem sannur baráttujaxl þótti henni merkilegt til minja að eiga brot úr Berlínarmúrnum þegar hann var felldur - hún var að sjálfsögðu stödd þar og fylgdist með.  Þetta brot gaf hún mér og það liggur einhvers staðar á háaloftinu mínu.  Ég held að ég þurfi ekki að skila því til eins eða eins, en ég hef svo sannarlega ekkert við það að gera, nema ef ég gæti komið því í verð sem sögulegu grjóti og reddað þannig fjármálum mínum.  Ekki veitir af Wink
mbl.is Skiluðu flísinni 25 árum síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband