Trabant

Frændi minn átti Trabant sem hann ók á milli bæjarfélaga.  Á veturna þegar aðrir bílar komust við illan leik eða komust ekki, flaut Trabbi gamli ofan á snjóalögum og fór það sem eigandi hans vildi.  Eitt sinn ( eða oftar ) missti hann Trabba gamla út af veginum, en tafðist ekki svo nokkru næmi, því að hann steig út úr drossíunni, tók hana undir handlegginn og lyfti henni upp á veginn aftur, bankaði létt á ofurlitla beyglu sem snjóköggull hafði sett á brettið og slétti þannig úr feirunni, settist inn og ók af stað.  Svo var nú það.
mbl.is Trabantinn lifði dauðann af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband