5.3.2009 | 13:40
Skamm, skamm
Mikið er ljótt að heyra hvað Teitur Guðmundsson hjá Heilsuvernd hefur fram að færa varðandi veikindi fólks. Ég tek fram að mér fannst hann svosem ekki segja að ALLIR væru að ljúga til um veikindi, en í viðtali við hann kemur fram, að veikindi hafi aukist undanfarið og það er eflaust rétt hjá honum. En að ýja að því að fólk sé að svíkja út fé af vinnuveitendum eða hverjum þeim sem greiða á fyrir veikindi og slys, er beinlínis ógeðfellt. Hann lætur sem það sé samt ekki hans skoðun og þannig losar hann sig undan ábyrgð ósagðra orða. Hvað veit þessi maður um veikindi fólks sem verður að gjöra svo vel að hringja í Heilsuvernd innan ákveðins tímaramma og mæta þar misjöfnu viðmóti svarenda. Ég þurfti að hringja nokkrum sinnum fyrir dætur mínar og mér var oftast tekið mjög vel, en þó kom fyrir að ég þurfti nánast að færa viðkomandi símahjúkku sjúklinginn til sönnunar. Það er vegna síðarnefnda viðmótsins sem dætur mínar, á meðan þær voru óharðnaðir unglingar, þorðu ekki að hringja sjálfar. Þau símtöl voru í anda þess sem Teitur lætur liggja að, að við séum að svindla.
Tíðari veikindi - Fleiri slys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki verið að benda á einn eða neinn. En þegar tíðni svona hluta eykst óvenjulega er nánast altaf óvenjuleg ástæða fyrir því. Eðlilega er hvatinn ekki mikill til þess að vakna á morgnana þegar það er búin að segja þér upp og þar með meira freystandi að hringja sig veikan. Ég er samt hissa að fólk er að sviðsetja slys til þess að auka launarétt sinn í atvinnuleysi.
Tryggvi (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:08
Það er ekki bent á neinn einn sem sökudólg, heldur ýjað að því að fólk sé að svindla og því taka margir illa. Ég tók þetta ekki nærri mér vegna sjálfrar mín, en á erfiðum tímum er fólk viðkvæmara en ella og má ekki við svona dylgjum. Vera má að einhverjir hafi óhreint mjöl í pokahorninu, en embættismaður sem fer með viðkvæm mál af þessu tagi, getur ekki látið svona flakka. Svo er það kannski spurning hvaða aðferðum fréttamenn beita til að toga orðin út úr viðmælendum sínum.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 6.3.2009 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.