Solla kemur til landsins á morgun....

Og hvað ?  Mætir hún til vinnu korteri seinna ?  Er ekki betra að fólk sé komið til meðvitundar og standi í lappirnar áður en það fer að brölta við að taka þátt í að stjórna heilu þjóðfélagi, ef stjórnun skyldi kalla.  Það er von að illa fari þegar fólk tímir ekki að hleypa öðrum í stólinn sinn eitt augnablik, jafnvel ekki þó það sé aðframkomið af hinum verstu kvillum og því ekki fært um að sinna sínu.
mbl.is Viljum ekki stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Með fullri virðingu fyrir þér, þá finnst mér þessi færsla ekki eiga við nú um stundir gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir. Konan er alvarlega veik, fór í mikla heilaaðgerð síðast liðinn föstudag. Ég VEIT af eigin reynslu að slík aðferð tekur mjög á þá sem í þær fara. Verið var að taka sýni úr heilaæxli sem hún greindist með í haust. Æxlið hefur stækkað síðan þá og hluti þess var tekinn á föstudaginn. Hún kemur til landsins á morgun og fer beint inn á Landsspítalann. Þar verður síðan tekin ákvörðun um framhald meðferðar.

Þú ert trúlega ekki sammála henni í stjórnmálum og ekkert við slíkt að athuga. Gættu þó hófs í ummælum þínum um ISG persónulega og beindu þinni óánægju að öðrum innan Samfylkingarinnar. Þetta er STÓR flokkur og mörg þar með breið bök. Hlífðu Ingibjörgu um sinn, ef þú vildir gjöra svo vel.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Af niðurlagi viðtalsins við Össur mátti að mínu viti skilja að verið væri að bíða eftir Ingibjörgu Sólrúnu, sem kemur heim á morgun.  Þetta hljómaði eins og hún yrði að leggja blessun sína yfir það sem rætt er í flokknum í augnablikinu.  Að öllu eðlilegu væri það þannig, en manneskjan er fárveik og út í hött að hún taki þátt í starfi flokksins í bili.  Athugasemd mín um það að hún tími ekki að láta stólinn tímabundið, er vonandi á misskilningi mínum byggð, en alls ekki út í hött í ljósi þess að hún gaf sér aldeilis ekki langan tíma til að jafna sig eftir fyrri heilaaðgerðina.  Hvað ef hún fer of snemma af stað aftur ?  Vera má að ég hafi gengið full langt í færslunni í dag, það var ljótt að ýja að því að hún væri ekki fær um að sinna sínu.  Ég bið Ingibjörgu Sólrúnu afsökunar á því og einnig þig, Hólmfríður, en samt hef ég tilhneigingu til að halda að veikt fólk eigi alls ekki að standa í stappi við að stýra stjórnmálaflokki og vera í eldlínunni, ekki síst þegar svo illa árar sem nú gerir.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 22.1.2009 kl. 22:49

3 identicon

Má ekki gagnrýna fólk sem á við einhver veikindi að stríða?

Katrín (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband