„Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó"...

Hér er allt að fara á kaf í snjó.  Ekki eins og þau snjóalög sem ég minnist frá æskuárunum, sem eru lööööngu liðin, heldur í nútímalegri skilgreiningu.  Veðurfar er með öðrum hætti en áður var og mikill snjór í dag er ekki svo ýkja mikill á minn mælikvarða.  En snjó, miklum eða litlum, getur fylgt hin mesta ófærð og það dregur í skafla í dag eins og áður.  Það sem angrar mig í snjónum og hálkunni, er að á Akureyri virðast menn ætla að taka upp ósið Reykvíkinga, að salta göturnar.  Mér skilst að þetta sé tilraun og ég vona að það verði aldrei neitt meira en það.  Mér er meinilla við salt á götum og vil ekki sjá þennan fjanda.  Saltið eyðileggur bíla, skófatnað og föt og berst inn á gólf hjá manni með tilheyrandi leiðindum og jafnvel skemmdum.  Saltið er ekki einu sinni gagnlegt í hálkunni nema upp að vissu marki.  Mín reynsla er að maður flýtur bara ofan á slabbinu og það er eins og að vera á skautum.  Ég vil bara að Akureyringar fái að aka um á sínum nagladekkjum og hægja á sér eftir aðstæðum eins og hingað til hefur verið gert.  Þeir sem aka of hratt og lenda fyrir vikið í óhöppum í umferðinni, gera það hvort eð er, hvað sem salti eða sandi líður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Sæl mín kæra, ég er þér innilega sammála það má ekki gerast að við tökum upp þennan ósóma sem sunnlendingar trúa á í algerri blindni og gefur manni falskt öryggi. Eins og menn vita þá hefur virkni salts sín takmörk til snjóbræðslu og hálkuvarna, því þegar tilætlaðri virkni er lokið þá virkar gatan auð og blaut sem gefur mjög falska öryggiskennd,en er í raun einn glerungur. Besta vörnin felst í því að  vera á góðum snjódekkjum, nagla harðkorna eða loftbólu sem eru allt góðir kostir, og haga akstri miðað við aðstæður

Ólafur Gunnarsson, 25.10.2008 kl. 16:05

2 identicon

og af hverju núna?

Maður hefur nú komist í gegnum veturinn án sands hingað til

Katrín (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband