2.1.2014 | 20:52
Við erum öll ábyrg
Við þurfum öll að halda vöku okkar þegar börn eru annars vegar. Hægt er að fá hvíta og glæra plasthanka til að líma í gluggaramma og í þá má hengja svona gardínusnúrur og keðjur. Þetta gerum við í leikskólanum mínum og ef þetta er fastur liður og vel upp á það passað, gleymir enginn að krækja snúrunum upp. Þannig gerum við umhverfið öruggara fyrir börnin okkar.
Ég læsi alltaf bílnum mínum, sama hvar ég skil við hann. Þetta geri ég til þess að festa það í rútínu. Fyrir vikið klikka ég ekki á því þegar brýn nauðsynlegt er að læsa honum. Hugsum þannig þegar við göngum frá snúrum, hnífum og öðru hættulegu sem börn og aðrir óvitar ná annars í.
Hengdi sig næstum í gardínusnúru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.