12.11.2013 | 14:14
Almenningssamgöngur
Það var lán að aðeins einn farþegi var í Húsavíkurstrætó þegar hann valt.
Samt þykir mér illt til þess að hugsa hve lítið Íslendingar notfæra sér almenningssamgöngur yfirleitt. Fargjöldin eru með slíkum hætti að fremur fáa langar að eyða klukkutímum saman í rútu á því verði. Hins vegar gætum við örugglega sjálf ráðið bót á þessu með því að nota þessa samgönguleið og gera hana þannig arðbæra. Þá hefst keðjuverkun og þá má lækka fargjöldin...vonandi.
Slasaðist þegar strætó fór útaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað ef það hefðu verið 30 manns í strætó þarna og enginn í beltum? Þarf ekki nauðsynlega beltanotkun í strætó a.m.k. í ferðum úti á landi?
María (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 14:37
Fargjöldin eru þegar lægri en kostnaðurinn, þetta rugl er stórlega niðurgreitt af skattgreiðendum. Mæti iðulega strætóum á suðurlandi, risabílum með einn til tvo farþega. Rugl. Þetta verða aldrei massaflutningar. Yaris eru næg tæki í þessa flutninga flesta daga.
Hvumpinn, 12.11.2013 kl. 16:59
Strætó þarf að vera með þannig þjónustu að það sé raunhæfur kostur að taka hann og sleppa að reka bíl. Það nær til dæmis ekki nokkurn hátt að strætóferðir byrja ekki fyrr en um hádegi á sunnudögum og ferðir hætta fyrir miðnætti á stórreykjavíkursvæðinu. En það má niðurgreiða strætó því að þjóðfélagið græðir á því að það þarf minna af umferðamannvirkjum, bílastæðum og viðhald gatnakerfisins ef bílunum fækka. En, eins og sagt er, þá þarf kerfi almenningssamgangna að vera það gott að það sé raunhæfur kostur.
Úrsúla Jünemann, 12.11.2013 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.