31.7.2013 | 23:37
Jane
Hvernig er nafnið Jane upp á íslenskuna? Ég lýsi eftir beygingu þess.
Ævintýraleg mannanöfn leyfileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér er Jane
um Janeu
frá Janeu
til Janear
Hér eru Janear
um Janear
frá Janeum
til Janea
Viltu líka með greini?
Annars er þetta viðeigandi færsla, því að þessi nefnd er alltaf að réttlæta samþykki eða höfnun út frá því hvort nafnið taki íslenzkri beygingu eða ekki - sem nafnið Jane gerir greinilega ekki.
Nú þegar Þyrnirós hefur verið samþykkt, þá vona ég að gullfallega ævintýranafnið Gilitrutt verði samþykkt líka - Not.
Öll mín börn fæddust í útlöndum og nöfn þeirra skráð þar. Ef þau hefðu fæðzt á Íslandi, hefði ekkert þeirra mátt heita þeim nöfnum sem þau heita í dag skv. lista Mannanafnanefndar.
Austmann,félagasamtök, 1.8.2013 kl. 04:40
Það var einmitt málið, við erum skikkuð til að nefna börnin okkar í takt við íslenskt mál og nöfnin verða að falla að því. Svo virðist sem notast megi við nánast hvaða ónefni sem er, bara ef það fellur að málinu. Gilitrutt er dásamlegt nafn og alveg í anda mannanafnanefndar. Ég vildi líka alveg heita Herfa og slá þannig tvær flugur í einu höggi: Alíslenskt nafn og góð lýsing á mér.
Á meðan ágætis nöfnum er hafnað á einhverjum undarlegum forsendum, vona ég að mér verði bannað að láta skíra dóttur mína Frunsu.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 1.8.2013 kl. 19:05
Sum nöfn eru samþykkt sem millinöfn. Og stúlkunafnið Glyðra kemur sterkt inn, enda fellur það vel að íslenzkri beygingu. Dóttir þín gæti heitið Glyðra Frunsa Önnudóttir. Hmmm... Nafnið þitt passar ekki alveg inn í dæmið. Hefurðu íhugað að breyta um nafn?
Austmann,félagasamtök, 1.8.2013 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.