Mannasiðir

Ég verð aftur og aftur fyrir því í matvöruverslunum að komast ekki leiðar minnar fyrir starfsfólki sem leggur vögnum og vörubrettum í veg fyrir viðskiptavini, stendur svo hjá og haggast ekki þó að fólk þurfi að komast um. Þetta fólk er (stundum hægt og sallarólega, stundum á eðlilegum vinnuhraða) að koma vörum fyrir í rekkum og stendur fyrir þeim líka, þ.e. rekkunum. Svo virðist sem hvergi sé lögð áhersla á að brýna fyrir fólki að taka tillit til viðskiptavina að þessu leiti, en reyndar finnst mér það undarlegt að þess skuli þurfa. Auðvitað þarf starfsfólkið að fá svigrúm til að skila störfum sínum, en það er alveg hægt þó að annað vinnulag sé viðhaft. Þetta á alls ekki við um allt starfsfólk, sem betur fer. Og þá má minna á að einnig er nokkur fjöldi viðskiptavina þessara sömu verslana svo innilega í eigin tilveru, að þeir sjá enga ástæðu til að gefa öðrum kost á að komast um. Við getum alveg verið tillitssöm án þess að það skaði okkur.

 Í leiðinni langar mig að segja frá því þegar ég fyrir nokkrum árum hringdi í þjónustuver símans til að fá aðstoð við að tengja eða aftengja læsingu á hringingar í farsíma. Fyrir svörum varð ung manneskja sem ég vissi aldrei fyrir víst hvað sagði. Ég náði orði og orði, aldrei neinu samhengi og aldrei heilli setningu. Ég bað viðkomandi að tala ögn hægar og skírar, en það bar engan árangur. Auk þess, hafi ég þá náð því rétt, neitaði þjónustufulltrúinn að gera nokkuð fyrir mig, en sagði að ég gæti lesið mér til í símaskránni. Hvar, vissi ég aldrei, því að ég skildi ekki manneskjuna. Ég hefði auðvitað getað flett því upp, hefði ég haft símaskrá við hendina, en það hafði ég ekki. Þess vegna hringdi ég!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband