Bara

Sammála þessu, bara ekki alveg.

Það kemur engum við hvort þú vilt vera ein eða eiga fjölskyldu. En þegar greiðslumat er gert, skiptir máli hvort tekjur einnar manneskju fara í greiðslu af láni til íbúðarkaupa, eða hvort fleiri eru þar inni í myndinni. Ég fengi ekki stórt lán ein, en með manninum mínum væri það leikur einn, því að tekjur okkar beggja væru til grundvallar útreikningum.

Ég ætlaði aldrei að eiga fjölskyldu og var einhleyp fram undir þrítugt. Ef einhverjum var ekki sama, tók ég bara ekkert eftir því.
Það var annað sem fólk tók frekar eftir, en það var sú staðreynd að ég drakk ekki og skemmti mér konunglega edrú innan um þá sem fengu sér í glas. Því átti fólk bágt með að trúa.


mbl.is Óþolandi athugasemdir í garð einhleypra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæl,

þetta er ekki einskorðað við kvenþjóðina að fá svona, ertu "bara" ein, eitthvað...

Eftir að ég varð tvítugur þá byrjuðu allar konurnar í kringum mig að koma með svona athugasemdir að það gangi ekki að ég sé "bara" einn...

Ég svaraði alltaf til að ég ætlaði að bíða með allt fjölskyldulíf þar til ég væri orðinn 27 ára, ég stóð við það... :)

Nú er ég ekki lengur "bara" einn, heldur er ég með konu og börn með mér í öllu en margar konur sem eru enn "bara" einar eru ekki endilega sáttar við það að ég sé ekki lengur "bara" einn, en það er önnur saga... :)

Þið konur sem eruð í þessu sem sumir segja, "bara" einar, haldið áfram að vera eins og ég segi "einhleypar", þar til þið finnið þann eina rétta. Það lyggur ekkert á að binda sig ef engin er þörfin...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 26.11.2012 kl. 19:52

2 identicon

Anna Dóra....þetta kemur mér ekki á óvart...dóttir mín sem á tvö lítil börn og er  vegna   aðstæðna   orðin einstæð móðir...hún fékk sömu svor og þú...og með sömu klysjunum  um að hún væri ein....Hvað höfum við þetta fólk sem höfum greitt ríkinu og sveitafélögum þá ofurskatta sem eru lagðir á hin almenna borgara...til að halda uppi þessu apparati sem á að vera  "samfélag" fólks sem á rétt á réttlátri þjónustu...nei þá koma til sjálfskipaðir prestar sem stjórna bönkunum..þar innandyra eru heilaþvegin ungmenni sem kunna það best að spila á netinu fjárhættuspil og Lomber...Hvenær berður bankinn ....fyrir fólkið...en ekki fyrir gamblara???????

Þorgeir Samúelsson (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 00:19

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Það getur verið hvimleitt að fá ekki frið fyrir spurningaflóði um persónulega hagi. Það getur líka verið særandi, því að ástæður eru misjafnar fyrir því að fólk er makalaust, eða af hverju það hleður -eða hleður ekki niður börnum, eða hvað sem það nú er sem fólki dettur í hug að vilja vita um náungann. Við þessu öllu er bara eitt svar: „Þér kemur það ekki við".

Svo er það fráskilda fólkið...
Þeim sem umgangast fráskilið fólk, finnst mörgum nauðsynlegt að „bæta úr" því ástandi og gera hvað þeir geta til að finna einhvern eða einhverja handa viðkomandi. Af hverju halda svona margir að það sé lausn alls ?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 27.11.2012 kl. 00:49

4 identicon

Sá sem virðir ekki einhleypan mann, virðir ekki einstaklinga, virðir ekki manneskjur, og er í grunninn bara fasisti sem sér aðra menn sem númer, hluta úr einingu, skattgreiðendur. Við erum öll ein og einstök, og öll munum við deyja ein, einsemdin fylgir dauðastundu. Við erum líka öll eitt mannkyn, eins í grunninn, tengd eftir leiðum sem við sjáum ekki alltaf. Samfélagið á að virða þessi tvö sannindi : Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Allt þar á milli á að varast.

Jón (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 02:08

5 identicon

Athyglisvert Jón og frekar djúpt hjá þér.Værir þú til í að einfalda þetta.

Fyrir mitt leiti þá er það jafnmikilvægt að vera einhleyp og eða með fjölskyldu.En fjölskyldan fylgir manni samt þó að leiðir skilji við maka til dæmis.

anna (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 20:29

6 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Já anna, ég sé ekki að eitt form hjúskaparstöðu sé öðrum mikilvægara. En öfugt við Jón, býst ég alveg eins við því að ég verði ekki alein á dauðastundinni, þegar að henni kemur. Sé það ósk mín, vona ég að einhver nenni þá að sitja hjá mér, þó ég reikni svo með því að ég verði sú eina sem skilur við á því augnabliki.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 29.11.2012 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband