28.6.2012 | 15:50
Kim eða Kim
Víða um heim er til fólk sem heitir Kim. Í sumum löndum er Kim karlmaður, í öðrum er Kim kvenmaður. Mannanafnanefnd hefur stundum gert góða hluti, t.d. þegar hún hafnar erindum fólks sem vill gefa börnum sínum einhver ónefni sem verða ekki annað en stórir baggar á berendunum þegar þeir vaxa úr grasi. En svo virðist sem úrskurður nefndarinnar sé geðþóttaákvörðun hverju sinni, því að einnig hafa orðið til mörg undarleg og andstyggileg nöfn sem samþykkt hafa verið sem mannanöfn. Ef Blær hefur ýmist verið karlmanns eða kvenmannsnafn í gegnum söguna, hvað er þá að því að slíkt sé áfram ?
Ég er ekkert endilega sammála því og vildi ekki heita Blær nema ég væri karlmaður, en mín skoðun á mannanöfnum er alls ekki betri en annarra. Ég vona bara að hún Blær fái að heita Blær og það verði sett í þjóðskrá.
Blær í mál við Ögmund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.