Sumt má bara alls ekki skera niður.

Ég veit um tilfelli þar sem börn hafa náð fullkomnum bata og önnur sem unnið er að og stefna í lækningu. Við megum bara ALLS EKKI skera niður í geðheilbrigðismálum barna og unglinga. Reynum aðrar leiðir og látum það góða fólk sem þarna er að verki, fá allt sem það þarf til starfsins. 

Annars skil ég ekki af hverju gamla góða kerfið okkar með sjúkrasamlög og almannaheill að leiðarljósi er ekki talið vænlegt í dag. Hvað breyttist ?


mbl.is Fjölskylda ráðþrota vegna mikils kvíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sammála þér.

Ég myndi ráðleggja fjölskyldunni að gefa börnunum D3vítamín og fitusýrur að staðaldri.  D vítamín skortur getur valdið þunglyndi og geðröskunum og fitusýrur næra taugakerfið og skerpa einbeitingu.  Þá er ég sérstaklega að tala um Omega 3 og 6.  Síðan er líka gott að gefa b - vítamín með.

En gangi fjölskyldunni vel.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.1.2011 kl. 20:57

2 identicon

Það er ekki gerlegt að vera með einhverfan einstakling stöðugt heima. Þekki dæmi um að ástand var óbærilegt fyrr en viðkomandi komst á vistheimili. Það er bara staðreynd  að þessum einstaklingum líður best þar.

1x2 (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 22:43

3 identicon

Ég held að þetta sé einhver þekkingarskortur hjá þér Margrét að sé bara nóg að gefa börnunum vítamín.Þetta er miklu stærra vandamál en það.Þekki þetta af eigin raun.Að vísu kom einhverfa þar ekki inní.Kannski er áhersluskorturinn hjá ríkinu varðandi þessi mál líka tilkominn af þekkingarleysi.Ef ég mætti ráða myndi ég sleppa alfarið að skera niður í heilbrigðiskerfinu.Það eru kannski ekki allir alveg sammála mér þegar ég tilgreini hvar skeri ætti niður í staðinn en ég nefni :Utanríkisþjónustuna og einnig RÚV og Þjóðkirkjuna og kannski líka ríkisrekna lista og menningarstarfsemi svo framarlega sem það sé ekki að skila meiru til baka en það fær.Bý út í Noregi núna og þar er miklu betur tekið á þessum málum.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 13:51

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Josef:  Sagði ég að það væri nóg að gefa börnunum vítamín?  Tók ég ekki undir orð blogghöfundar? Vinsamlegast vertu ekki að gera lítið úr því sem ég skrifa.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.1.2011 kl. 17:50

5 identicon

Fyrirgefðu Margrét mín.Það var alls ekki ætlunin.Veit að þú varst að meina vel.En þú verður líka að skilja að svona ráðleggingar geta virkað ansi stuðandi fyrir fólk sem hefur gengið í gegnum svona erfiðleika.Það gerði það allaveganna í mínu tilfelli.Og tala nú ekki um þá sem eru í þessari aðstöðu í dag.En fyrirgefðu aftur

josef asmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 20:04

6 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég er sammála þér Jósef, það má skera niður í öllu því sem þú nefndir og það bara töluvert. Þegar vel árar, er allt í lagi að styðja við listir og menningu, en okkur vantar ekki fleiri listaspírur á launum á meðan fólk hefur ekki í sig og á og fær ekki viðunandi læknisþjónustu. Við þurfum heldur ekki að spandera hundruðum milljóna í lúxushúsnæði fyrir flottræfla á erlendri grund, það má fækka í utanríkisþjónustunni og það fólk sem þar starfar þarf ekki á neinu súperlúxuslífi að halda til að hafa það mjög gott. RUV er á rassgatinu hvað varðar stjórnun og utanumhald og á meðan ekki er stokkað þar upp, er ég á móti því að borga 17-18 þúsund krónur á hvern heimilismann, sem hlustar ekki einu sinni á útvarp. Þjóðkirkjan á að sjá um sig sjálf eins og önnur trúfélög. Ef þú ert trúaður, gengur þú bara í það trúfélag sem þú velur og þú og klúbbfélagar þínir geta greitt gjöld í félagið. Samneyslan á að vera heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og félagsmálapakkinn, hitt á að reka sig sjálft. Ekki síst í óáraninni sem hér hefur herjað.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 24.1.2011 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband