30.10.2010 | 09:32
Hvar er fáninn ??
Ég starfa á leikskóla sem hefur unnið sér það inn að fá Grænfána. Sá fáni hefur blaktað við hún í marga mánuði, okkur til sóma og ánægju. En um daginn bar svo við að engan fána var að sjá þegar við mættum til vinnu að morgni. Ummerki voru um að hann hefði verið fjarlægður af mannavöldum, en hvað geranda eða gerendum hefur gengið til, skil ég ekki. Við drógum að húni hátíðarfánann okkar, því að fánalaus viljum við alls ekki vera. Ég þarf ekkert að vita hvað menn ætla sér með þessa dulu sem engum gagnast nema viðkomandi sé á grænni grein, en vona bara að samviskan nagi gerendurna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.