Nú má ég til að vera leiðinleg

Það er ekki oft sem ég set í bloggfærslu álit mitt á málfari blaðamanna, en nú er lag að vera svolítið leiðinleg.
Í fyrirsögn þessarar fréttar á mbl.is segir að rúta hafi farið út af vegi. Þegar ég las fréttina, var augljóst að rútan fór út af veginum og hafnaði í á, enda tekið fram að vatn flæddi inn í hana. Í sömu frétt er líka sagt að talið sé að rútan hafi farið út af og lent í ánni. Er það ekki augljóst að hún gerði það ? Æ, ég bara varð....


mbl.is Rúta út af veginum í Langadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG....

....er umburðarlynd, létt í lund, kurteis, hógvær, kærleiksrík, hjálpsöm, bráðskemmtileg og gáfuð....og var að enda við að strjúka yfir appelsínuhúðina og skafa af mér háreyðingarkremið....

ójá


mbl.is Skemmtilegra hjá þeim „ljótu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jamm

Þó að ekkert hafi enn komið fram um það með hvaða hætti fyrirhugað er að hagræða, bíð ég bara spennt eftir að heyra hvort þeim tekst að fjölga um leið og þeir fækka, líkt og þegar Gestur Einar Jónasson fékk reisupassann vegna hagræðingar og í stað hans komu tveir, stundum þrír aðrir í hið virka morgunsár.
mbl.is Ekkert ákveðið um uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurböllur

Assgoti hefur verið stórt undir manninum
mbl.is Mál kynfærakokks til saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það nóg ?

Ég sé ekki nefnt í fréttinni að til þess ráðinn embættismaður vinni verkið í því skyni að gera hjónabandið löglegt, nema athafnastjóri Siðmenntar sé sá rétti til þess.

Ég fagna því að allir hafi nú þann sjálfsagða rétt að ganga í hjónaband. Þegar það hafðist í gegn, var víða messað í kirkjum landsins og ég sótti slíka messu með vinkonu minni. Það var á Möðruvöllum í Hörgárdal og að messu lokinni var öllum boðið í kaffi í safnaðarheimilinu sem gengur undir nafninu Leikhúsið. Presturinn, sér Solveig Lára Guðmundsdóttir og maður hennar, sem reyndar er líka prestur, höfðu staðið í ströngu daginn áður og bakað helling af HJÓNABANDSSÆLU og var það eina meðlætið. Mér þótti þetta afar ánægjulegt, en fannst þó mætingin ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Til hamingju Jana Björg og Jóhanna Kristín Heart


mbl.is Fyrsta gifting samkynhneigðra hjá Siðmennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutur kvenna

Svolítið sérstakt að tekið skuli fram hvers kyns ökuþórarnir voru. 

Lögreglan á Selfossi á þakkir skildar fyrir að jafna svona vel út stöðu kvenna í þjóðfélaginu.


mbl.is Allar teknar á 112 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hetjurnar þrjár

Það snart mig, þegar ég hlustaði á útvarpsfréttir í hádeginu, að forstöðukona Sundlaugar Akureyrar, sem talað var við vegna atviksins, hafði þónokkur orð um starfsfólkið og hvað gert verður í málunum gagnvart því, en vék ekki einu orði að þeim sem raunverulega björguðu lífi drengsins. Þessir þrír piltar sem sáu hann, björguðu honum og kölluðu eftir aðstoð, eru þeir sem barnið á líf sitt að launa.
mbl.is Fer líklega af gjörgæslu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahérna...

Trúlega hefur einhvern langað að láta barnið sitt heita Ebony, en ekki fengið af eðlilegum ástæðum. En mér þykir það vægast sagt hræðileg og ljót redding að búa til ónefnið Ebonney úr því.
mbl.is Eldmar, Ebonney og Einbjörg leyfð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gogg,gogg

Líf bóndans getur verið hart á köflum og erfitt þegar dýr vafrar burt og stefnir í að finnast ekki.
Það er gott að Gullbrá litla fannst og Beggi bóndi hefur tekið gleði sína á ný.
Stundum eru nærtækustu hugmyndirnar mesta snilldin, eins og nafngiftin á afurðum Begg-hænsnanna. Flottur bóndi og nýjasta uppáhalds hjá mér, því að ég væri líka með kýr, væri ég bóndi Smile


mbl.is Ungur bóndi býður upp á Begg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það ekki ljóst ?

Mér sýnist kisi litli vera búinn að velja sér fjölskyldu og húsbóna líka.
mbl.is Laumukisi á átta líf eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband