16.8.2008 | 15:05
Og ég sem gerði veður.....
![]() |
Tólf ára ók mömmu á barinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.8.2008 | 00:51
Illa komið fyrir Iceland Express
![]() |
Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.8.2008 | 22:42
Ég fæ bara fiðring
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.8.2008 | 22:59
Nýja myndavélin mín
Ég var svo heppin þegar ég náði þeim merka áfanga að haf lifað í hálfa öld, að bóndi minn færði mér þessa líka fínu myndavél að gjöf. Ég hef farið á stúfana af og til og látið reyna á takmarkaða visku mína í myndasmíðum og tekist bara þokkalega. Ég er líka svo heppin að eiga vin og bloggvin sem kann vel með svona útbúnað að fara og hann hefur verið mér innan handar við að fá botn í einföldustu stillingar. Náttúran allt í kringum mig gefur tilefni til margra fallegra mynda og ég bauð tíkinni Sunnu í kvöldgöngu í vikunni og hafði græjuna meðferðis. Útkoman var misgóð, en ég komst þó að því hvað ekki á við í einstaka tilfellum. Grátt og bjart yfirlitum breyttist hið fegursta hross í dökkan díl á einni mynd og Lónsáin bókstaflega týndist á annarri, þó ég geti svo svarið að hún var þarna þegar ég smellti af. En þessir sveppir komust hvergi og mér tókst að fanga" þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.8.2008 | 00:03
Auðveldar lífið
![]() |
Mikill meirihluti hlynntur íslenskunámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2008 | 01:55
HVAÐ Á BARNIÐ AÐ HEITA ?
Mundir þú vilja heita Taluhla dansar hula úti á götu fram á rauðanótt ?
Nei, ég hélt ekki.
En Taluhla dansar hula úti á götu fram á rauðanótt; ef þú kemur ekki inn að borða á stundinni, færðu ekki að vera úti með krökkunum á morgun"!!
Ofbeldi, Ofbeldi; komdu ljúfust, ég þarf að biðja þig að passa litla bróður þinn í smá stund".
Hæ, Sigurður, má Strætóskýli nr. 16 koma út að leika"?
Svona setningar gætu hljómað hér á landi ef við tækjum upp nafngiftir á borð við þær sem rutt hafa sér til rúms á Nýja Sjálandi. Að sama skapi væru þá viðfangsefni dómara landsins nokkuð með öðru sniði en gerist, því að þeir hefðu nóg að gera við að frelsa fólk undan oki skelfilegra nafna. Nema ef fólk hér á landi yrði elskusátt við andstyggileg nöfn, ólíkt barnungum Nýsjálendingum. Þar í landi eru börn tíðir gestir hjá dómurum í þessum erindagjörðum og engin vanþörf á, sé mið tekið af dæmunum hér að ofan.
Nóg þykir manni um að heyra nöfn eins og Bauer, Sauermilch, Nussbaum eða álíka, en þau komast ekki í hálfkvisti við þau nýsjálensku.
Reyndar er til fólk hér á landi sem velur afkvæmum sínum hræðileg nöfn, en þó ekki svo slæm að börnin séu farin á stjá 9 ára gömul til að biðja sér vægðar hjá dómstólum landsins.
Það mundi ég samt gera ef ég héti Fenrir, Fimmsunntrína, Sætukoppur eða Satanía.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2008 | 19:47
Er hún aldrei heima hjá sér ?
![]() |
Ingibjörg Sólrún heiðursgestur á Íslendingadeginum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.8.2008 | 10:00
I Kina spiser de hunde
Margt er skrýtið í kýrhausnum. Margt er skrýtið í Kína. Svo skrýtið, áð ég er fegin að vera ekki Kínverji. Ég má til dæmis nota internetið að vild, en það hefði ég ekki mátt í Kína fyrr en í gær, þegar Kínverjar afléttu netbanni á fjölmiðlafólk og aðra aðkomumenn á Ólimpíuleikunum. Þeir voru reyndar búnir að lýsa því yfir að þeir væru mun meira liberal" en raun var á. Því er það spurning hvort þetta mál er að öllu leiti leyst, eins og þeir vilja halda fram.
Ég sá í sjónvarpinu um daginn að verið var að undirbúa Kínverja fyrir leikana. Valdir voru dansarar og annað listafólk sem sýnilegt verður gestum og gangandi á meðan á leikunum stendur. Sagt var frá aðferðum við val á þessu listafólki og kom þar fram, að æskilegur eiginleiki númer eitt, tvö og þrjú væri að kunna að brosa. Ef brosmildin er umsækjanda ekki töm, skal hún barin í viðkomandi með góðu eða illu. Fyrir vikið virtust mér mörg brosin á skjön við eigendurna og þau náðu misvel til augnanna. Svo var tilkynnt að nokkur hundruð þúsund aðgöngumiðar á ýmsa viðburði væru á lausu og færu í sölu tiltekinn dag. Við það þustu Kínverjar í biðraðir fyrir utan sölustaðina og stóð margir þar voðalega lengi. Þeir þrautseigustu voru komnir á hættustig og orðnir aðframkomnir af þreytu og hungri. Spurning hvort um þrautseigju var að ræða þegar betur var að gáð, því að hermenn sáu svo um að fólk héldi sig í röðunum. Það nýjasta sem maður heyrir er, að kínversk yfirvöld hafa gefið út fyrirmæli af ýmsu tagi og eru þannig að leggja landanum lífreglurnar. Meðal þess sem bannað er, því að aðallega eru þeir að BANNA þetta og hitt, er að leggja persónulegar spurningar fyrir gesti Ólimpíuleikanna. Það má ekki spyrja þá um hjúskaparstöðu, aldur, efnahag, stjórnmálaskoðanir, matarsmekk, afstöðu þeirra til frjálsra ásta eða yfirleitt nokkuð annað sem fólk fýsir að tala um. Þetta nokkuð annað hlýtur reyndar að vera hvað sem er, því að upptalin atriði koma úr öllum áttum.
Niðurstaðan hlýtur því að vera dapurleg fyrir sýndargestrisni Kínverja:
EKKI TALA VIÐ AÐKOMUFÓLK !!
![]() |
Forseti Kína segir að nethindrunum verði aflétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)