Faraldur ?

Á höfuðborgarsvæðinu  kraumaði eldur í potti og kalla þurfti út slökkvilið.  Engan sakaði þar sem eldurinn brann.  Ég frétti af eldi í potti hjá fólki sem ég kannast við, en þar sakaði heldur engan.  Og í gær, þegar þessir eldar brunnu, brann einnig eldur hjá mér.  Ég var að sjóða rabarbarasultu og brá mér fram í bílskúr eitt augnablik.  Á meðan notaði sultan tækifærið og vall upp úr pottfjandanum og út yfir helluborðið.  Upp kom svolítið bál og dálítill reykur, en bóndi minn slökkti snarlega í öllu saman áður en illa fór.  Helluborðið leit ekki mjög vel út svona fyrsta kastið og til að vera nú með allt á hreinu ef skemmdir hefðu orðið, tók ég myndir af blessuðu sultutauinu þar sem það boblaði kolsvart og illa lyktandi á hellunni.  En sem betur fór tókst okkur að verka herlegheitin upp og þrífa helluborðið þegar það hafði kólnað.  Það tók á sig fyrri mynd og er í fínu standi.  Sultuna sakaði ekki, fyrir utan það litla sem brann á bálinu.


mbl.is Pottur gleymdist á eldavél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband