Í startholunum

Loftið er rafmagnað.  Sögusviðið er bæjarhlaðið á Goldfinger.  Litlar, berrassaðar stelpur bíða á ráslínu, þar sem Ásgeir Davíðsson heldur startbyssu á lofti.  Hann hleypir af og stelpurnar spretta úr spori eins og hindir yfir grund.  Enda liggur mikið við, konur og karlar bíða með tungurnar niður á nafla og spennan er gífurleg.  Hjörðinni er beint að inngangi Goldfinger og þangað rennur hún með gleðiþyrstan hópinn á hælunum.  Litlu, berrössuðu stelpurnar finna sín pláss og taka sér stöðu.  Nú er sko hægt að fara að skemmta sér.  Loksins.

En ekki er öllum skemmt.  Minni hluti bæjarráðs Kópavogs er í fýlu.  Honum líkar ekki að vita af þessum stelpum dillandi berum botnunum framan í áhorfendur. Hver veit hvað getur gerst ??

Sögum fer af því að á Goldfinger sé mikil spilling á bak við tjöldin og þar fari eitt og annað fram sem ekki þolir dagsins ljós.  Ef satt er, þykir mönnum auðvitað súrt í broti að staðurinn skuli fá rekstrarleyfi.  Hins vegar er greinilegt að fleiri trúa því að ekkert ljótt sé þarna aðhafst og vonandi er það bara rétt úr því leyfið fékkst endurnýjað. 

Og þá er bara næst á dagskrá að „skemmta sér og gera hitt" í fullri sátt við bæjarráð Kópavogs.


mbl.is Goldfinger má bjóða upp á nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: inqo

Ég er svosem ekkert mjög hlynntur svona stöðum. En held samt að það sé kannski ok undir góðu eftirliti vökulla augna. :)

inqo, 13.9.2008 kl. 10:18

2 identicon

Ingólfur, þessir staðir eru undir góðu eftirliti vökulla augna karlmanna sem að þykir eðlilegt að konur séu seldar eins og kjötstykki. Kæmi ekki á óvart ef dyggustu viðskiptavinirnir tóku þessa ákvörðun. Sorglegt þykir mér að heyra að þrátt fyrir lögin þá lifir karlaveldið sterkara sem aldrei áður. Þetta er náttúrulega bara í takt við allt hér, hvort sem um ræðir laun eða annað, konur eiga á brattann að sækja. Það er ótrúlegt að það sé staðan 2008.

Linda (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 11:09

3 identicon

Jæja, ég sá mynd af ullblekli og ákvað að kasta kveðju á þig. En þar sem tímamörk athugasemda við sveppinn voru liðin þá kemur kveðjan hér.

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir aka Gamli sveppur

Gamli sveppur (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 17:07

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Segðu mér þá, Gyða, er hann ætur ?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 15.9.2008 kl. 21:40

5 identicon

Ullblekill, Coprinus comatus er bleksveppur sem stundar sjálfseyðingu frá hattbarði og upp úr þegar hann þroskast og verður að svörtum vökva. Ung eintök sem vaxa fjarri mengandi umferð eru ljómandi matur. Þá nær maður þeim meðan hatturinn er fastur með hring á stafnum, áður en hann opnast nokkuð. Sveppvef sem orðinn er bleikur eða svartur er hent. Verka sem fyrst eftir tínslu áður en fengurinn verður að bleki. Skrapa möl og sand af með hníf. Má borða hráan sem er undantekning með sveppi.
Ég á uppskrift af ullblekilssúpu og gratíneruðum ullblekli.
Ullblekill sem tíndur er eftir að hann hefur frosið er hins vegar verulega vondur á bragðið. Með sveppakveðjum af Eyrinni, Gyða.

Gamli sveppur (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:58

6 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Takk

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 15.9.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband