Hvort okkar er meira gamaldags ?

Bónda mínum getur gramist hversu gamaldags ég er.  

Hann á ættingja austur á landi og þegar dætur okkar voru litlar, fengum við okkur NMT síma til að fullkomna öryggisstuðul fjölskyldunnar, þar sem við vorum oft á ferð um landið með þær í ýmsum veðrum.  Ég var bara þokkalega ánægð með frammistöðu mína þegar mér var kennt á þennan nýtísku -og hágæðagrip.  Ég lærði í snatri að svara og nánast jafn snarlega að hringja úr símanum.  Þannig notaði ég hann nokkuð lengi.  Dag einn þótti mínum manni tími til kominn að kenna mér á alla aðra „fídusa" símans og hóf kennslustundina.  En það var sama hvernig hann hamraði á hlutunum, ef ég var svo glögg að ná áttum um stund, leið ekki á löngu þar til ég hafði gleymt því aftur og það þurfti sífellt að vera að segja mér til.  Þetta leiddist bónda mínum til lengdar og þar kom, að það fauk heldur betur í hann.  Hann hreytti því í mig að réttast væri að ég hypjaði mig aftur í torfkofann minn, ég væri best geymd þar.  Ég lét mér nægja að hlæja innra með mér í það skiptið, en hann fær hlutdeild í þeim hlátri í dag. 

Ég var svosem ekkert að rifja þetta upp næstu árin, en ég kemst ekki hjá því nú orðið.  Í hvert sinn sem ég geng um húsið okkar öskrar minningin á mig úr hverju horni og skúmaskoti í formi safngripa húsbóndans og mér leiðist ekkert þegar ég velti því fyrir mér hvort okkar sé nú meira gamaldags......

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                              snjór o.fl 026   012


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það segir sig sjálft kallinn er mun eldri (en við)

stefán kristvinsson (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 19:36

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Alveg rétt, litli lambhrúturinn minn.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 7.9.2008 kl. 01:01

3 identicon

N M T ,kerfið verður aflagt um næstu áramót.

Númi (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband