Illa komið fyrir Iceland Express

ef þeir eiga ekki vél til að leysa aðra bilaða af hólmi
mbl.is Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er búið að vera svona frá því í fyrra... endalausar afsakanr... mikið skil ég þennan  mann vel... ég lenti í þessu í fyrra og þeir eyðulögðu sumarfríði fyrir okkur fjölskyldunni ( höfðum ekki komist í frí í mörg ár og þegar fríið varð að veruleika þá eyðilöggðu þeir það. Og ekkert var bætt..    þegar ég talaði við þá ... þá var fátt um svör og þeir voru bara ókurteisir... Meiga þeir fara norður og niður... fyrir mér..

Bara ömurlegt í alla staði ég mæli ekki með þeim ..það er sko langt því frá

Dóra í Danaveldi (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 02:01

2 identicon

Heldur þú að þessi bisniss sé eins og snjóþotuleiga? Flugfélög liggja ekki bara með auka vélar ef ein bilar!!! Annars var þessi frétt og viðtal við ósáttan farþega mjög misvísandi. Fyrst segir hann að þeim hafi verið tilkynnt seinkun, síðan hafi hann talað við danskan starfsmann sem hafi ekki getað sagt neitt, og loks hafi enginn haft samband!!!! Til að toppa alla vitleysuna segir þessi sami farþegi að flugfélagið hafi bara getað hringt í alla og sagt að vélin væri biluð. Svona bilanir gera nú yfirleitt ekki löng eða mikil boð á undan sér. Hef sjálfur lent í svona töfum út af bilun hjá Iceland Express og Icelandair áður. Þetta gerist af og til og við því er sáralítið hægt að gera. Það leikur sér enginn að svona löguðu.

joi (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 02:02

3 identicon

Ég þekki einstakling sem átti að vera komin heim um miðnættið í gær með þessu flugi. Fólkið er enn að bíða á flugvellinum í Danmörku. Allar verslanir lokuðu þar klukkan 23 (staðartíma). Já, það var ekkert opið fyrir þá farþega sem biðu. Þau fengu 100 kr danskar til að kaupa sér að borða og aftur aðrar 100 kr danskar núna í morgun.  Engar almennar útskýringar hafa borist til farþegana, skilst mér að persóna frá öðru flugfélagi hafi upphaflega útskýrt málavexti fyrir þeim. Frekar hallærislegt af Iceland Express að láta þar við sitja og bregðast lítið við til að sjá um sína farþega. Farþegarnir þurftu að sofa inn í flugstöð, það minnsta sem þeir hefðu getað gert væri að útvega farþegum mannsæmilega aðstöðu til að leggja sig á.

Sjáum hvort þeir gera eitthvað fyrir farþegana í fluginu eða eftir heimkomu. Ef ekki þá er ekki víst að maður vilji treysta á þá næst þegar maður fer út í fríið. 

Spekingur (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 04:48

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

joi: þegar svona tafir verða ítrekað vegna bilana, sýnist mér á öllu að vélarnar séu of fáar.  Í svona rekstri þarf að vera hægt að bregðast fljótt og vel við.  Eiga vélar sem hægt er að senda án mikils fyrirvara eða innan of langs tíma.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 10:00

5 identicon

Ég held að verð á flugi myndi hækka mjög mikið ef að flugfélög verða að sitja á vara vélum ef það gerist að vélar bila.

Gummi (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:21

6 identicon

Bara svona til fróðleiks:

 Iceland Express er ekki flugfélag, þar sem þeir leigja vélarnar frá erlendu  flugfélagi til að sjá um flugið fyrir sig. Þannig t.d.  hafa þeir ekki íslenska flugmenn í vinnu beint hjá sér og hefur FÍA (Félag íslenskra Atvinnuflugmanna)  t.d. margbent á þetta.   

 Þetta er ferðaskrifstofa sem getur þannig haldið kostnaði eitthvað niðri með því að leigja vélarnar frekar en að eiga þær sjálfar og reka  og ráða t.d. alfarið íslenskar áhafnir.    

Kannski því ekki skrýtið að allt fari í vitleysu þegar ekki er hægt að redda vél á lausu alveg í hvelli frá raunverulegu flugfélagi.

Góða ferð allir saman !

kv. Kalli  

Kalli (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 15:19

7 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Takk fyrir nokkra fróðleiksmola

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 18:07

8 identicon

Með þessu Flugfélagi er ei þorandi að ferðast með.Hvernig skyldi annað vera í flugvélunum,þá á ég við það hvort að þær séu kíttaðar saman og í hvert rúnað horn fyrir hverja flugferð,meiru skrapatólin þarna á ferð.Reyndar er Númi svo lofthræddur að hann varla þorir að fara í flugvél,og hvað þá svona saman kíttaðar flugvélr hjá Iceland Express.Vonandi fer allt vel hjá þessum ferðalöngum og strandaglópum í Kaupmannahöfn.

Númi (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 20:40

9 identicon

Sælt veri fólkið

Ekki ætla ég að gera lítið úr óþægindum þeirra sem lenda í seinkunum. Lenti sjálfur í einni krassandi hjá IE á leið heim úr sumarfríinu. Það er leiðinlegt að IE skuli vera að hraka svona mikið og maður kemst ekki hjá því að gruna að eitthvað mikið sé að hjá þeim. Trúlega fjárhagserfiðleikar.

En, við megum ekki gleyma því hvernig ástandið var áður en IE byrjaði að fljúga til og frá Íslandi og Flugleiðir voru einir um markaðinn. Eftir að IE kom til sögunnar þá hef ég verið að fljúga Köben/Stockholm til Keflavíkur fyrir 20-40 þús. ISK.

Til samanburðar má geta þess að þegar ég flutti til Svíþjóðar árið 1992 þá buðu Flugleiðir mér miða í mars þ.e. utan ferðamannatíma á 80 þúsund krónur. Með einhverju afsláttarbruggi var hægt að koma honum niður í 60 þúsund. Og þegar ég skýrði frá því að ég ætlaði bara að kaupa aðra leiðina þá fékk ég svarið; nei litli vinur, svoleiðis miða seljum við ekki. Kaupa báðar leiðir takk!

Á þessum tíma gat maður líka séð að Flugleiðir voru að bjóða flug milli Evrópu og Ameríku á mun minna verði en miðinn kostaði Ísland-Evrópa og að sjálfsögðu harðbannað að hoppa úr eða um borð í Keflavík. Þeir voru í harðri samkeppni þar við önnur flugfélög og létu okkur Íslendinga niðurgreiða Ameríkuflugið.

Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda ef Flugleiðir fá aftur einokunaraðstöðu á flugi til og frá Íslandi.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 07:20

10 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Það er alveg rétt að Flugleiðir voru ekki til fyrirmyndar og samkeppnin kærkomin.  Ég er búni að skipta við Iceland Express, þar af tvisvar sinnum í sumar og hef ekki annað en gott af þeim að segja.  En ég verð að standa við þá skoðun mína að það er nauðsynlegt að geta brugðist hraðar og betur við en fréttir undanfarinna daga segja okkur.  Þó ég yrði ósátt við slíkar trakteringar, héldi ég samt áfram að skipta við Iceland Express.  Þeim er ekki alls varnað þó upp komi mál sem þetta.  Áfram IE

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 14:57

11 identicon

Vonandi verður ekki einokun á Flugmarkaðinum hér ,líkt og áður var.Númi litli vonar að þeir fari að taka til hjá sér þarna hjá Iceland Express,hressi allavegana og yngja upp flugflotann.amen eftir því.

Númi (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 16:50

12 identicon

Jú ég er alveg sammála þér Anna Dóra að ástandið hjá IE í dag er engan veginn viðunandi. Vildi bara minna á hvernig þetta var og hvað við getum átt von á ef FL fær einokunaraðstöðu aftur. Við megum þá örugglega búast við því að þurfa að kaupa miðann til Evrópu á svona 100 þús. kall.

Sjálfur varð ég áþreifanlega var við það þegar ég flaug til Ísl. í sumar að ekki var allt með felldu. Ég sat í miðri vél og þegar veitingavagninn kom að minni röð þá var allt ætilegt búið og flugfreyjurnar byrjaðar að útbýta mat úr sínum eigin nestisboxum. Flugfreyjan kom með tvær rúgbrauðssneiðar með osti í plasti og réttir að manninum við hliðina á mér. Lítur síðan á mig og segir: "Eruð þið kannske að ferðast saman"? Við svöruðum að svo væri ekki. "Ég var nefnilega að pæla, að þá gætuð þið skipt þessu á milli ykkar. Þetta var nefnilega það allra síðasta". Ég gerðist höfðinglegur og afþakkaði það, en þegar maðurinn var búinn að taka upp sneiðarnar spurði hann mig hvort ég vildi örugglega ekki aðra sneiðina og stóðst ég þá ekki það ágæta boð enda hafði ég ekkert borðað nema um morguninn.

Vil taka það fram að framkoma starfsfólks var óaðfinnanlegt og mér finnst það höfðinglegt af þeim að gefa af sínum eigin mat. Þær eiga eflaust enga sök á ástandinu. Brauðið var ókeypis og boðið uppá drykk með.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband