Ég fæ bara fiðring

Ég fann skemmtilegt bréf í póstkassanum mínum í dag.  Í því var ég, ásamt hellingi af öðru fólki, hvött til að halda upp á hálfrar aldar afmæli mitt með gömlum skólafélögum í september.  Ég gæti alveg hugsað mér að gera það, en veit ekki hvort ég á þann dag lausan.  Í bréfinu voru upplýsingar um heimasíðu árgangs 1958 og ég var ekki lengi að smella mér á hana.  Skemmtilegt framtak og ég mun halda áfram að fylgjast með gangi mála.  En það besta við síðuna eru gamlar myndir sem fá mann til að steypast út í gæsahúð af gleði.  Gömul sem ég er, var ég hér um bil búin að gleyma að sumt af því fólki sem á myndumum er, væri yfirleitt til.  Ég þekki það svosem ekki allt, en flest andlitin rifjast smám saman upp og mörg kalla fram gamla atburði.  Nú sit ég á rósrauðu endurminningaskýi og er ekki mönnum sinnandi.  Það er ekki langt síðan ég var að rifja upp atburð frá Gagnfræðaskólaárunum, reyndar bara í síðustu viku.  Þannig var, að Pétur Jósefs lagði fyrir okkur enskupróf sem hann fór yfir heima hjá sér.  Daginn eftir mætti hann, gekk á milli nemenda og afhenti þeim yfirfarin prófin með tilheyrandi orðaflaumi og athugasemdum.  Öllum nema einum.  Þegar kom að mér sagði hann: „þú færð ekkert, enda þarftu það ekki".  Ég varð eitt ?  „Ég kveikti í því".  Þannig var, að Pétur keðjureykti og svo óheppilega vildi til, að hann missti sígarettu á prófið mitt og það brann til ösku.  Ekki fylgdi sögunni hvort skrifborðið hélt velli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað fékkstu á prófinu????????

SGÞ (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég fékk yfirleitt sömu eða svipaða einkunn á enskuprófum

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 23:27

3 identicon

Undirritaður var nú heldur betur montinn um daginn(enda hálfur þingeyingur)En Númi kallinn var að versla í Húsasmiðjunni,rakst hann þar á mann nokkurn sem Númi var næstum búinn að ganga niður semsagt fella manninn,óvart í gólfið.Þá gerist það að maðurinn heilsar Núma litla,og spyr hvort að Númi litli muni nú ekki eftir honum,en nei Númi kallinn þekkti hann ekki.Þarna var á ferðinni gamall skólabróðir sem Númi litli hafði ekki séð í ein 25,ár svo sagði hann við Núma kallinn.::Þú hefur ekkert breyst Númi ,ha já  nú finnst þér það sagði Númi,og var að sjálfsögðu enn montnari en hann er,og ekki var þetta hól viðbætandi á þingeyinginn hann Núma,nóg er fjárans loftið í honum.Númi er stoltur að vera hálfur þingeyingur.

Númi (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 23:50

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Anna Dóra litla er líka dulítill þingeyingur og má vera að þar sé komin þörfin fyrir að kalla eftir netfanginu megadora@simnet.is , enda mikil Megadóra á ferð.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband