5.8.2008 | 22:59
Nýja myndavélin mín
Ég var svo heppin þegar ég náði þeim merka áfanga að haf lifað í hálfa öld, að bóndi minn færði mér þessa líka fínu myndavél að gjöf. Ég hef farið á stúfana af og til og látið reyna á takmarkaða visku mína í myndasmíðum og tekist bara þokkalega. Ég er líka svo heppin að eiga vin og bloggvin sem kann vel með svona útbúnað að fara og hann hefur verið mér innan handar við að fá botn í einföldustu stillingar. Náttúran allt í kringum mig gefur tilefni til margra fallegra mynda og ég bauð tíkinni Sunnu í kvöldgöngu í vikunni og hafði græjuna meðferðis. Útkoman var misgóð, en ég komst þó að því hvað ekki á við í einstaka tilfellum. Grátt og bjart yfirlitum breyttist hið fegursta hross í dökkan díl á einni mynd og Lónsáin bókstaflega týndist á annarri, þó ég geti svo svarið að hún var þarna þegar ég smellti af. En þessir sveppir komust hvergi og mér tókst að fanga" þá.
Athugasemdir
Hvað varð um þessa sveppi?Voru þeir í kvöldmatinn.?Sem pjakkur át ég eitt sinn svepp,hélt að hann væri stórt ber,og þvílíkt sem ég gubbaði og skalf af þessu béaða´´berjadrasli,,Hef ekki étið sveppi síðan.
Númi (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 23:38
Þessir sveppir eru enn þar sem ég hitti þá fyrst. Annars eru sveppir frábær matur, en mér þykir alltaf betra að láta aðra um að velja þá ofan í mig.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.