4.8.2008 | 00:03
Auðveldar lífið
Útlendingar sem hér setjast að þurfa að hafa lágmarks vald á íslensku til þess að átta sig á þjóðarsálinni og komast betur inn í hið daglega líf. Ég held að þeir sem ekki skilja bofs í málinu séu ef til vill líklegri en aðrir til að dragast í dilka og halda sig í hópum annarra aðfluttra. Vera má að almenningur eigi einhverja sök á að mörgum útlendingum gengur ekki vel að læra málið , því að við erum svo gjörn á að nota þetta fólk til að æfa okkur í tungumálum þess. Hættum því og hjálpum frekar mannskapnum að læra íslensku.
Mikill meirihluti hlynntur íslenskunámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frænka mín flutti til Svíþjóðar í vor.Það fyrsta sem hún gerði var það að fara í þriggja mánaða kvöldskóla til að læra málið.Sænska ríkið borgaði,í dag er hún nokkuð lunkin í Sænskunni,og gengur henni vel í Svíaríki.
Númi (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 23:32
Einmitt þetta sem ég á við
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 5.8.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.