HVAÐ Á BARNIÐ AÐ HEITA ?

Mundir þú vilja heita Taluhla dansar hula úti á götu fram á rauðanótt ?

Nei, ég hélt ekki.

En                                                                                                                                             „Taluhla dansar hula úti á götu fram á rauðanótt; ef þú kemur ekki inn að borða á stundinni, færðu ekki að vera úti með krökkunum á morgun"!!

„Ofbeldi, Ofbeldi; komdu ljúfust, ég þarf að biðja þig að passa litla bróður þinn í smá stund".

„Hæ, Sigurður, má Strætóskýli nr. 16 koma út að leika"?

Svona setningar gætu hljómað hér á landi ef við tækjum upp nafngiftir á borð við þær sem rutt hafa sér til rúms á Nýja Sjálandi.  Að sama skapi væru þá viðfangsefni dómara landsins nokkuð með öðru sniði en gerist, því að þeir hefðu nóg að gera við að frelsa fólk undan oki skelfilegra nafna.  Nema ef fólk hér á landi yrði elskusátt við andstyggileg nöfn, ólíkt barnungum Nýsjálendingum.  Þar í landi eru börn tíðir gestir hjá dómurum í þessum erindagjörðum og engin vanþörf á, sé mið tekið af dæmunum hér að ofan. 

Nóg þykir manni um að heyra nöfn eins og Bauer, Sauermilch, Nussbaum eða álíka, en þau komast ekki í hálfkvisti við þau nýsjálensku.

Reyndar er til fólk hér á landi sem velur afkvæmum sínum hræðileg nöfn, en þó ekki svo slæm að börnin séu farin á stjá 9 ára gömul til að biðja sér vægðar hjá dómstólum landsins.

Það mundi ég samt gera ef ég héti Fenrir, Fimmsunntrína, Sætukoppur eða Satanía.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband