1.8.2008 | 10:00
I Kina spiser de hunde
Margt er skrýtið í kýrhausnum. Margt er skrýtið í Kína. Svo skrýtið, áð ég er fegin að vera ekki Kínverji. Ég má til dæmis nota internetið að vild, en það hefði ég ekki mátt í Kína fyrr en í gær, þegar Kínverjar afléttu netbanni á fjölmiðlafólk og aðra aðkomumenn á Ólimpíuleikunum. Þeir voru reyndar búnir að lýsa því yfir að þeir væru mun meira liberal" en raun var á. Því er það spurning hvort þetta mál er að öllu leiti leyst, eins og þeir vilja halda fram.
Ég sá í sjónvarpinu um daginn að verið var að undirbúa Kínverja fyrir leikana. Valdir voru dansarar og annað listafólk sem sýnilegt verður gestum og gangandi á meðan á leikunum stendur. Sagt var frá aðferðum við val á þessu listafólki og kom þar fram, að æskilegur eiginleiki númer eitt, tvö og þrjú væri að kunna að brosa. Ef brosmildin er umsækjanda ekki töm, skal hún barin í viðkomandi með góðu eða illu. Fyrir vikið virtust mér mörg brosin á skjön við eigendurna og þau náðu misvel til augnanna. Svo var tilkynnt að nokkur hundruð þúsund aðgöngumiðar á ýmsa viðburði væru á lausu og færu í sölu tiltekinn dag. Við það þustu Kínverjar í biðraðir fyrir utan sölustaðina og stóð margir þar voðalega lengi. Þeir þrautseigustu voru komnir á hættustig og orðnir aðframkomnir af þreytu og hungri. Spurning hvort um þrautseigju var að ræða þegar betur var að gáð, því að hermenn sáu svo um að fólk héldi sig í röðunum. Það nýjasta sem maður heyrir er, að kínversk yfirvöld hafa gefið út fyrirmæli af ýmsu tagi og eru þannig að leggja landanum lífreglurnar. Meðal þess sem bannað er, því að aðallega eru þeir að BANNA þetta og hitt, er að leggja persónulegar spurningar fyrir gesti Ólimpíuleikanna. Það má ekki spyrja þá um hjúskaparstöðu, aldur, efnahag, stjórnmálaskoðanir, matarsmekk, afstöðu þeirra til frjálsra ásta eða yfirleitt nokkuð annað sem fólk fýsir að tala um. Þetta nokkuð annað hlýtur reyndar að vera hvað sem er, því að upptalin atriði koma úr öllum áttum.
Niðurstaðan hlýtur því að vera dapurleg fyrir sýndargestrisni Kínverja:
EKKI TALA VIÐ AÐKOMUFÓLK !!
Forseti Kína segir að nethindrunum verði aflétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má bæta því við,að Kínverjum er einng bannað að hrækja á almannafæri og einnig bannað að ganga í náttfötum utandyra.Kínverjar eru þekktir fyrir hrákaslummur sínar,béaðans sóðar eru þetta.
Númi (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 23:03
Frænka bara byrjuð að blogga, gaman að því. Þú ert komin í "favoritið" hjá mér og ég mun heimsækja þig reglulega, fæ ekki nóg af þér í vinnunni
Sjáumst á þriðjudaginn, reynum að vera hressar (fríið verður víst búið)
SGÞ (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 00:41
Æ, ekki segja þetta, ég er í fríi alveg þangað til ég mæti....
Anna Dóra Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.