6.10.2013 | 11:27
âÓ minn guð"
Ég ætla rétt að vona að við séum ekki að taka upp þann fjanda að snúa upp á hefðbundna röðun orða alls staðar til að vera í takt við enskuna. Það á alls ekki við og bein þýðing er út í hött í mörgum tilfellum. Á íslensku hljómar "oh, my god" svona: guð minn góður". Þ.e. ef við ætlum að halda okkur við málhefðina.
Meðal þess sem tröllríður fjölmiðlum og er komið inn í málvenjur Íslendinga, er þegar fólk talar um að taka sitt líf. Við eigum orðaforða yfir þá skelfilegu ákvörðum einstaklinga og getum haldið áfram að nota hann. Ég tæki aldrei mitt líf og að sama skapi vona ég að ég eigi aldrei eftir að stytta mér aldur.
Það unga fólk sem hlustar og horfir meira og minna á glamúrstöðvar sjónvarpsins sem í flestum tilfellum eru amerískar eða enskar, hlustar minna og minna á talað íslenskt mál og er að missa af lestinni. Þar fyrir utan held ég að íslenskukennsla í grunn -og framhaldsskólum hljóti að vera að dala, því að mér finnst alltaf fjölga menntuðu fólki sem hefur ekki vald á móðurmálinu svo gott megi teljast. Kennara vegna vona ég að þetta megi skrifa á ofannefnt sjónvarpsgláp.
Þið sáuð ekki nema helminginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.