28.3.2013 | 16:59
Hmmm...
Hér áður fyr hefði vafalaust þótt nóg að láta farþegana leiðrétta svona mál með því að borga bara, en vera ekki að búa til hasar úr öllu saman. Það var einmitt það sem stelpurnar sögðust vilja gera, enda voru þær með miða til þess. Hvað var blessaður bílstjórinn að hugsa ?
Börnum hent úr strætó um miðnætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Strætóstjórinn hefur verið í uppnámi út af því hvað hann var sjálfur búinn að svindla oft á reglum á vaktinni með því að aka ítrekað yfir á rauðu ljósi og yfir hámarkshraða eins og maður sér strætó gera á hverjum einasta degi.
corvus corax, 28.3.2013 kl. 17:13
Strætó er skítakompaní, það er ekki flóknara en það. Er einn og einn góður starfsmaður inn á milli, fínir bílstjórar svona flestallir en fyrirtækið sjálft er hundömurlegt og veitir arfaslaka þjónustu og viðmótið er engu öðru líkt hversu lélegt það er.
Hafþór Atli Hallmundsson (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 20:35
corvus corax, strætisvagnar hafa oft forgang á umferðina(ekki þó gangandi og hjólandi)þegar þeir eru á ljósum, ef það er ekki sér ljós fyrir strætisvagna fara þeir eftir gönguljósum sem verða græn áður en ökuljósin verða græn. En ég tek undir að eðli bílstjóranna til að aka of hratt og hugsa ekki um þægindi farþega þegar þeir taka beygjur og stöðva vagninn.
Einar (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 06:47
Fyrir nokkrum árum börðu unglingspiltar dóna vagnstjóra sem ók framhjáþeim en þeir áttu örfámetra í stoppustöðina þetta voru góðir strákar sem voru að koma af íþróttaæfingu,
þessi dóna bílstjóri þarf góða lexíu.
Í gamla daga þegar ég var að hjálpa föður mínum að gefa kindunum upp við Rauðavatn spurði
bílstjórinn mig hvort ég hefði ekki örugglega klukku og kvenær strætó yrði kominn til baka,
eitt sinn gleymdi ég fermingarúrinu og þá lánaði Magnús bílstjóri leið 12 Lækjarbotnar úrið sitt.
Tímarnir hafa breyst, góðmennskan á undanhaldi.
Bernharð Hjaltalín, 29.3.2013 kl. 09:30
Einar, ég var ekkert að tala um forgang strætó til að taka af stað á umferðarljósum. Ég var að benda á að strætóbílstjórar margir hverjir hika ekki við að fara yfir gatnamót á móti rauðu ljósi þegar þeir koma að. Það sé ég nánast á hverjum degi hvað sem þú maldar í móinn. Þegar gult ljós kviknar á eftir grænu er eingöngu heimilt að fara yfir ef maður er kominn svo nálægt stöðvunarlínunni að maður getur ekki stöðvað á öruggan hátt, að öðrum kosti er óheimilt að fara yfir á gula ljósinu. Þessu fara fáir eftir en gefa inn þess í stað til að "ná" gula ljósinu sem er algjörlega óheimilt. Fjöldi ökumanna er svo ósvífinn að þeir líta á gult á eftir grænu sem grænt ljós og fara líka nánast alltaf einhverjir yfir eftir að gula ljósið er slokknað og komið rautt. Þetta sér maður strætó gera ekkert síður en aðra og jafnvel frekar. Burtséð frá strætó þá eru leigubílstjórar þeir alverstu og hika ekki við að keyra gegn rauðu ljósi þegar þeim sýnist, sérstaklega á síðkvöldum og nóttunni. Fyrir utan það að leigubílstjórar eru svo andlega fatlaðir að þeir keyra margir með þokuljós í bænum sem er auðvitað bannað nema það sé þoka eða skafrenningur. Svo er mér spurn, hefur strætó einhverja heimild umfram aðra vegfarendur til að taka af stað og keyra yfir á rauðu ljósi á gatnamótum. Mér þætti gaman ef einhver vildi benda mér á hvar ég finn þá lagagrein sem heimilar það.
corvus corax, 29.3.2013 kl. 09:57
Strætó hefur engann forgang samkvæmt umferðarlögum, og þess vegna má hann ekki aka móti rauðu ljósi frekar en ég. Það eru hinsvegar til sérstök umferðarljós fyrir strætó og eru þau nefnd í umferðarlögum.
Það að strætó megi fara yfir á rauðu er einfaldlega rangt og gefur slæmt fordæmi. Það að strætó fari of hratt er líka brot á umferðarlögum þar sem umferðarlögin leyfa engum að brjóta hraðatakmarkanir. Undantekningar á þeirri reglu er umferð neyðarakstursbifreiða en þar fara ökumenn á egin ábyrgð uppfyrir lögbundinn hámarkshraða.
Ég sem bifreiðarstjóri á neyðaraksturbíl þarf að meta það sjálfur hvort neyðin sé slík að það réttlæti of hraðann akstur. Ef ég lendi í slysi í neyðarakstri þá get ég verið dæmdur í órétti þar sem neyðin hafi ekki verið slík að það réttlætti of hraðann akstur. Eins er með akstur móti rauðu ljósi ef ég fer yfir á rauðu í neyðarakstri og lendi í árekstri við bíl sem ekur móti grænu jósi þá er ég í órétti samkvæmt lögum. Það ætti að segja þöngulhausunum að strætó er ekki rétthærri en neyðarakstursbifreiðar, ekki einusinni rétthærri en lögreglubifreiðar.
Kveðja og gleðilega Páska
Ólafur Björn Ólafsson, 29.3.2013 kl. 10:20
Takk fyrir þessar upplýsingar Ólafur Björn. Einar skrifar nefnilega hér fyrir ofan: "þegar þeir eru á ljósum, ef það er ekki sér ljós fyrir strætisvagna fara þeir eftir gönguljósum sem verða græn áður en ökuljósin verða græn." Það er þá ljóst að strætó hefur ekki þennan forgang á grænu gönguljósi eins og Einar segir. En hins vegar er rétt hjá honum að þetta sem hann lýsir hefur maður oft séð og undrast á að strætóstjórar skuli fara af stað á rauðu ljósi þar með. Maður tekur sérstaklega eftir strætó í umferðinni því þeir fara ekkert mjög leynt, stórir og gulir. Hins vegar er yfirgangur og frekja í umferðinni frekar hvimleið hver sem í hlut á. Ég hef meira að segja fengið blótsyrðagusu og hótanir fyrir að stoppa á stöðvunarskyldu af því að sá sem á eftir mér var sagði að ég væri að tefja sig og þvælast fyrir alvöruökumönnum. Sjálfur var hann líklega á milli sautján ára og tvítugs, alvöruökumaðurinn.
corvus corax, 29.3.2013 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.