Er það nóg ?

Ég sé ekki nefnt í fréttinni að til þess ráðinn embættismaður vinni verkið í því skyni að gera hjónabandið löglegt, nema athafnastjóri Siðmenntar sé sá rétti til þess.

Ég fagna því að allir hafi nú þann sjálfsagða rétt að ganga í hjónaband. Þegar það hafðist í gegn, var víða messað í kirkjum landsins og ég sótti slíka messu með vinkonu minni. Það var á Möðruvöllum í Hörgárdal og að messu lokinni var öllum boðið í kaffi í safnaðarheimilinu sem gengur undir nafninu Leikhúsið. Presturinn, sér Solveig Lára Guðmundsdóttir og maður hennar, sem reyndar er líka prestur, höfðu staðið í ströngu daginn áður og bakað helling af HJÓNABANDSSÆLU og var það eina meðlætið. Mér þótti þetta afar ánægjulegt, en fannst þó mætingin ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Til hamingju Jana Björg og Jóhanna Kristín Heart


mbl.is Fyrsta gifting samkynhneigðra hjá Siðmennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl.

Vildi aðeins upplýsa að Siðmennt er ekki viðurkennt se lífsskoðunarfélag og hefur því ekki lagalegt vald til að gifta. Fyrir Alþingi var lagt frumvarp til að breyta lögum svo mögulegt væri fyrir veraldleg lífsskoðunarfélög að skrá sig sem slík og standa því jafnfætis trúarlegum lífsskoðunarfélögum. Því miður tókst ekki að afgreiða lögin við þingslit í vor.

Árið 2008 hóf Siðmennt að bjóða upp á alla almenna þjónustu sem fjölskyldu þurfa á að halda á lífsleiðinni, giftingu, útfariar og nafngjöf. Árið 1989 var boðið upp á fyrstu fermignarathöfn félagsins þannig að á næsta ári verður í 25. sinnið sem slík athöfn fer fram. Eftirspurn fer stöðugt vaxandi og því greinilegt að þörf sé á því að fólk hafi val þegar kemur að mikilvægum athöfnum í lífi þess

Þess skal geta að ég er varaformaður Siðemnntar og einn af 15 athafnarstjórum þess en um allt þetta má lesa á heimasíðu Siðmenntar!

Bjarni Jónsson (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 15:46

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Takk fyrir þetta, Bjarni. Þarf þá fólk líka að leita til fógeta eða prests til að hjónabandið sé fullgilt og um það gildi það sama og um önnur hjónabönd varðandi réttindi og skyldur ? Bara svona vangaveltur.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 12.8.2012 kl. 21:01

3 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Þetta er nátturulega lögleysa...

Óskar Sigurðsson, 13.8.2012 kl. 01:07

4 identicon

Farið nú ekki að eyðileggja sambandið með giftingu krakkar mínir...

DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 10:39

5 identicon

Sæl Anna.

Enn sem komið er þarf fólk að fara til sýslumanns til staðfestingar á löggjörningi sem hjónabandið er og undirgangast þær skyldur og fá réttindi samkvæmt því. Vonandi ber Alþingi gæfu til að samþykkja breytinguna sem liggur fyrir í frumvarpinu þar sem Siðmennt er lífsskoðunarfélag á saam hátt og trúfélög en er að sjálfsögðu veraldlegt en nýtur ekki sömu stöðu. Við samþykkt þess fær Siðmennt sömu stöðu og þau trúarlegu ásamt því að hafa lagalega heimild til að gifta.

Bjarni Jónsson (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 12:32

6 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Er ekki nóg að prestar og fógetar fremji slíkar athafnir ? Annað tengist trú, hitt ekkert endilega. Siðmenntarmenn ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar. Ekki mega frímúrarar gefa saman pör innan sinna raða og þykir engum neitt athugavert við það. Ég hef ekkert á móti því sjálf að Siðmennt, frímúrarar eða hverjir aðrir sem er gefi saman fólk, en finnst það bara óþarfi.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 14.8.2012 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband